Málaskrá ríkisstjórnarinnar birt

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg Jim Smart

Þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir vorþing hef­ur verið birt, dag­sett 19. apríl, en þar er alls að finna 76 liði. Stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar er varða þjóðar­at­kvæðagreiðslur, nátt­úru­auðlind­ir og um­hverf­is­vernd eru meðal þeirra. Fyr­ir­vari er um að fleiri mál gætu bæst við.

Mála­skrána má finna í heild á vef stjórn­ar­ráðsins.

Frá Sig­urði Inga Jó­hann­es­syni for­sæt­is­ráðherra koma m.a. frum­vörp um sam­ein­ingu Þjóðminja­stofn­un­ar og Þjóðminja­safns Íslands og frum­varp um fyrr­greind­ar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar.

Eygló Harðardótt­ur fé­lags- og hús­næðismálaráðherra boðar sex frum­vörp og þrjár þings­álykt­un­ar­til­lög­ur. Breyt­ing­ar á lög­um um hús­næðis­bæt­ur, frum­varp um nýtt fé­lags­legt leigu­íbúðakerfi, breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um og breyt­ing­ar á lög­um um Íbúðalána- og fæðing­ar­or­lofs­sjóði eru á mála­skrá.

Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra koma sautján mál. Frum­varp ætlað til stuðnings fjár­mögn­un­ar og rekst­urs ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja er þar á meðal en einnig fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á lög­um um op­in­ber inn­kaup, skatt­frjálsa út­tekt á sér­eigna­sparnaði kaup­enda íbúðar­hús­næðis og ýmis lög um fjár­mála­starf­semi.

Frá Kristján Þór Júlí­us­syni heil­brigðisráðherra koma m.a. tvö frum­vörp er varða gjald­töku og greiðsluþátt­töku í heil­brigðis­kerf­inu og skýrslu um mót­un stefnu til að draga úr skaðleg­um af­leiðing­um vímu­efna­neyslu.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir boðar þrjú mál. Þar ber hæst hækk­un á end­ur­greiðslum vegna kvik­mynda­gerðar og breyt­ing­ar á lög­um um heimag­ist­ingu og tengda starf­semi.

Frá Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra koma frum­vörp um milli­dóm­stig, ýmis lög um málsmeðferð, gjald­töku á bíla­stæðum og mennt­un lög­reglu­manna meðal annarra.

Frá Ill­uga Gunn­ars­syni mennta­málaráðherra koma helst ný heild­ar­lög um Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna en einnig frum­vörp er varða lög um grunn- og tón­list­ar­skóla.

Gunn­ari Bragi Sveins­son ný­sett­ur sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra mun flytja frum­varp um öfl­un sjáv­ar­gróðurs í at­vinnu­skyni og bú­vöru­samn­inga, sem samið var um af for­vera hans í embætti Sig­urði Inga, og var harðlega gagn­rýnt m.a. af mörg­um Sjálf­stæðismönn­um.

Sigrúnu Magnús­dótt­ir um­hverf­is- og auðlindaráðherra boðar sex mál sem flest eru inn­leiðing á Evr­ópu­regl­um en einnig breyt­ing­ar á lög­um um Vatna­jök­ulsþjóðgarð og sam­ein­ingu stofn­ana í nýja skóg­rækt­ar­stofn­un.

Frá Lilju Al­freðsdótt­ur ný­setts ut­an­rík­is­ráðherra eru boðuð tvö frum­vörp, um Upp­bygg­ing­ar­sjóð EES og þjóðarör­ygg­is­ráð, auk nokk­urs fjölda þings­álykt­un­ar­til­laga.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra. Eggert Jó­hann­es­son
Bjarni Benediktsson
Bjarni Bene­dikts­son Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert