Málaskrá ríkisstjórnarinnar birt

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg Jim Smart

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir vorþing hefur verið birt, dagsett 19. apríl, en þar er alls að finna 76 liði. Stjórnarskrárbreytingar er varða þjóðaratkvæðagreiðslur, náttúruauðlindir og umhverfisvernd eru meðal þeirra. Fyrirvari er um að fleiri mál gætu bæst við.

Málaskrána má finna í heild á vef stjórnarráðsins.

Frá Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherra koma m.a. frumvörp um sameiningu Þjóðminjastofnunar og Þjóðminjasafns Íslands og frumvarp um fyrrgreindar stjórnarskrárbreytingar.

Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra boðar sex frumvörp og þrjár þingsályktunartillögur. Breytingar á lögum um húsnæðisbætur, frumvarp um nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi, breytingar á húsaleigulögum og breytingar á lögum um Íbúðalána- og fæðingarorlofssjóði eru á málaskrá.

Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra koma sautján mál. Frumvarp ætlað til stuðnings fjármögnunar og reksturs nýsköpunarfyrirtækja er þar á meðal en einnig fyrirhugaðar breytingar á lögum um opinber innkaup, skattfrjálsa úttekt á séreignasparnaði kaupenda íbúðarhúsnæðis og ýmis lög um fjármálastarfsemi.

Frá Kristján Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra koma m.a. tvö frumvörp er varða gjaldtöku og greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu og skýrslu um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir boðar þrjú mál. Þar ber hæst hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar og breytingar á lögum um heimagistingu og tengda starfsemi.

Frá Ólöfu Nordal innanríkisráðherra koma frumvörp um millidómstig, ýmis lög um málsmeðferð, gjaldtöku á bílastæðum og menntun lögreglumanna meðal annarra.

Frá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra koma helst ný heildarlög um Lánasjóð íslenskra námsmanna en einnig frumvörp er varða lög um grunn- og tónlistarskóla.

Gunnari Bragi Sveinsson nýsettur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun flytja frumvarp um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni og búvörusamninga, sem samið var um af forvera hans í embætti Sigurði Inga, og var harðlega gagnrýnt m.a. af mörgum Sjálfstæðismönnum.

Sigrúnu Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra boðar sex mál sem flest eru innleiðing á Evrópureglum en einnig breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og sameiningu stofnana í nýja skógræktarstofnun.

Frá Lilju Alfreðsdóttur nýsetts utanríkisráðherra eru boðuð tvö frumvörp, um Uppbyggingarsjóð EES og þjóðaröryggisráð, auk nokkurs fjölda þingsályktunartillaga.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Eggert Jóhannesson
Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka