Fáum aldrei betri aðstæður

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. mbl.is/Golli

Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, seg­ir að núna sé besti tím­inn til að af­nema gjald­eyr­is­höft­in. „Við erum með góðan viðskipta­af­gang, með gjald­eyr­is­forða og vel fjár­magnað banka­kerfi. Við fáum, held ég, aldrei betri aðstæður,“ sagði Már á fundi pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans með efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is.

„Ef við bíðum of lengi geta aðstæður farið að súrna. Við sjá­um að höft­in eru far­in að valda meiri og meiri skaða. Það er óheppi­leg staða að inn­flæði sé frjálst en út­flæði heft,“ bætti hann við.

Á fund­in­um var rædd skýrsla pen­inga­stefnu­nefnd­ar til Alþing­is 2015 en Már er formaður nefnd­ar­inn­ar. Auk hans voru viðstödd fund­inn Arn­ór Sig­hvats­son, aðstoðarseðlabanka­stjóri, og Rann­veig Sig­urðardótt­ir, rit­ari pen­inga­stefnu­nefnd­ar.

Spurði út í eigna­ból­una

Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, sagði að svo virt­ist sem verðbólgu hafi ít­rekað verið of­spáð af Seðlabank­an­um. Leitaði hann skýr­inga á því hjá pen­inga­stefnu­efnd­inni. Einnig sagði hann Seðlabank­ann ekk­ert hafa gert til að bregðast við eigna­bólu í land­inu. Það bitnaði helst á skuldug­um heim­il­um í land­inu en gagnaðist þeim sem eigi laust spari­fé. „Af hverju þurfa hinir skuldugu að bera þann bagga að halda ástand­inu stöðugu?,“ spurði hann. „Pen­inga­stefnu­nefnd þarf að hlusta, ekki bara hunsa áhyggjuradd­ir þing­manna. Það er þreyt­andi að lítið hafi verið brugðist við."

Hætta á of­hitn­un hag­kerf­is­ins

Már svaraði því þannig að verðbólgu­spá­in væri stuðnings­tæki og að vext­ir væru ekki ákveðnir blint út frá verðbólgu­spá. „Það er ekki hægt að draga þær álykt­an­ir að þó að bank­inn hafi of­spáð verðbólg­unni séu meg­in­vext­ir bank­ans of háir. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn var hér um dag­inn og hann tel­ur að meg­in­hætt­an sé of­hitn­un hag­kerf­is­ins. Hann mæl­ir með því að bank­inn haldi þessu aðhalds­stigi og muni vænt­an­lega þurfa að herða það meira þegar tím­inn líður,“ sagði Már.

„Það er rétt að það er eigna­bóla en hærri vext­ir Seðlabank­ans vinna á henni.“

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert