Fjölskylda Dorritar átti aflandsfélag

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Styrmir Kári

Fjölskylda Dorritar Moussaieff forsetafrúr átti aflandsfélag sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum frá 1999-2005. Félagið, Lasca Fin­ance Limited, kemur fyrir í Panama-skjölunum sem lekið var frá panömsku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Þetta kemur fram í frétt Kjarnans um málið.

Frétt mbl.is: Ólafur og Dorrit ekki kröfuhafar

Þar segir að árið 2005 hafi fjölskyldufyrirtækið Moussaieff Jewellers Ltd. selt tíu prósenta hlut sinn í Lasca Finance til S. Moussaieff og „Mrs.“ Moussaieff sem hafi verið hinir tveir eigendur félagsins. Faðir Dorritar hét Shlomo Moussaieff.

Ólafur neitaði því í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN á dögunum að fjölskylda hans ætti aflandsfélög. Hann var spurður hvort hann, Dorrit eða fjölskylda hans ættu slík félög og neitaði hann því alfarið.

Frétt mbl.is: Ekkert aflandsfélag í eigu forsetans

Fram kemur að upplýsingar um félagið megi finna í gögnum sem Kjarninn og Reykjavik Grapevine hafi undir höndum. Á vefsíðu Reykjavík Grapevine kemur fram að ábending hafi borist um málið frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda.

Samkvæmt frétt Kjarnans kannast hvorki Ólafur Ragnar Grímsson né Dorrit við að hafa heyrt um umrætt félag áður og að móðir hennar muni ekki eftir því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert