Ekki um neina markaðsmisnotkun að ræða

Aflandsfélagið Adair í Panama var stofnað í gegnum Landsbankann í …
Aflandsfélagið Adair í Panama var stofnað í gegnum Landsbankann í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri segir hvergi hafa verið reynt að leyna aflandsfélaginu Adair í Panama, sem stofnað var 2007 í gegnum Landsbankann  í Lúxemborg og sem hann var skráður eigandi að ásamt Helga S. Guðmundssyni, þáverandi formanni bankaráðs Seðlabankans, líkt og fram kom í Kastljósi RÚV í gærkvöldi.

„Félagið var í litlum viðskiptum eins og ég hef sagt í yfirlýsingu minni. Það var í fjárfestingum og tapaði peningum á fjárfestingunni og það tap var gert upp og félagið lagt niður árið 2010,“ segir Finnur  í samtali við mbl.is.

Finnur Ingólfsson fullyrðir að ekki hafi verið um markaðsmisnotkun að …
Finnur Ingólfsson fullyrðir að ekki hafi verið um markaðsmisnotkun að ræða. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Spurður um þau orð Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins að sér virtist mál þeirra Finns og Helga sambærilegt við mál þar sem menn hafa verið dæmdir fyrir markaðsmisnotkun, segir Finnur: „Það er gott að Vilhjálmur skuli vita hvaða fjárfestingar voru í félaginu því ég er ekki viss um það og man ekki lengur hvernig þessar fjárfestingar voru.“

Til þess að hafa skoðun á því hvort um markaðsmisnotkun hafi verið að ræða, þá þurfi menn fyrst að vita um hvað þeir eru að tala.

„Ég get fullyrt það að þarna er ekki um neina markaðsmisnotkun að ræða. En hafi Vilhjálmur áhyggjur af því að svo hafi verið, þá er miklu minni hætta á því heldur en þegar hann lék Skugga-Svein í Brunabótafélaginu,“ segir Finnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert