„Ryðja út heiðarlegu viðskiptafólki“

„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga,
„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga," sagði Guðrún. mbl.is/Styrmir Kári

Guðrún Johnsen lektor í fjár­mál­um og fyrr­um rann­sak­andi hjá rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, tel­ur það ekki eiga að vera í for­grunni hvort skatt­ar hafi verið greidd­ir held­ur hvaða áhrif af­l­ands­fé­lög hafi á virkni viðskipta­lífs­ins. Þetta kom fram í Kast­ljósi kvölds­ins þar sem rætt var við Guðrúnu.

Guðrún sagði op­in­ber­an­ir Pana­maskjal­anna hval­reka fyr­ir þá sem stunda rann­sókn­ir á skatta­mál­um. Eins séu þær tæki­færi til að skilja til hlít­ar þá dýna­mík sem skap­ast í kring­um af­l­ands­fé­lög­in og byggja upp betra reglu­um­hverfi í kring­um fyr­ir­tækja­rekst­ur.

Hún rifjaði upp þá niður­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar að ís­lensk­ir bank­ar hefðu gefið út óhemju mikið af skulda­bréf­um á er­lend­um mörkuðum og fært það fjár­magn heim til Íslands.

„Og þegar þeir eru komn­ir til Íslands þá þurfa þeir auðvitað að koma þeim pen­ing í vinnu. Þeir gerðu það með því að búa til fyr­ir­tækja sam­stæður eða fyr­ir­tækja­vef, vef fyr­ir­tækja sem voru tengd með eign­ar­haldi og rann­sókn­ar­nefnd­in komst að þeirri niður­stöðu að stærst­ur hluti þessa fjár­magns sem kom til lands­ins fór í lán til þeirra sem áttu líka bank­ana.“

Stór hluti lán­anna var veitt­ur í gegn­um fé­lög sem voru ekki inn­an lög­sögu Íslands og rann­sókn­ar­nefnd­in. Heim­ild­ir rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar náðu aðeins til ís­lensku bank­anna en Guðrún seg­ir henni þó hafa tek­ist það sem staðfest var í Pana­malek­an­um, að kom­ast að því að fyr­ir­tæk­in sem banka­menn hvöttu til að sett væru upp voru tengd fólki sem hafði þá náð eign­ar­haldi af bönk­un­um sjálf­um.

Ruðnings­áhrif af­l­ands­fé­laga

„Ef við för­um yfir það, þá er al­veg ljóst að þeir sem eru í þess­ari aðstöðu, bæði að fá lán út úr banka­kerf­inu, koma upp fé­lög­um í er­lendri eigu, fela eign­ar­haldið, fá arðinn út úr kerf­inu - bæði taka þeir þá ekki geng­isáhættu á Íslandi, þeir borga ekki skatta, hugs­an­lega,  á Íslandi og eru ósýni­leg­ir. En eft­ir að höft­um var aflétt í áföng­um hafa þeir getað komið með pen­ing­ana aft­ur inn í ís­lenskt hag­kerfi á 20% af­slætti, að meðaltali,“ sagði Guðrún.

„Það má kalla þetta ákveðin ruðnings­áhrif af­l­ands­fé­laga, það er að segja, það er verið að ryðja út heiðarlegu viðskipta­fólki sem ætl­ar sér að borga sam­visku­sam­lega til sam­fé­lags­ins og  byggja upp heil­brigt viðskipta­líf. Það á í raun­inni eng­an sj­ens gagn­vart svona viðskipta­mönn­um, sem í krafti þess að hafa ekki borgað skatta og skyld­ur - að öll­um lík­ind­um - geta keypt fé­lög sem hér hafa verið til sölu frá hruni, á mun hærra verði en hinir sem ekki hafa farið þess­ar leiðir.“

„Stöðug bar­átta“

Guðrún sagði mik­il­vægt að horfa á málið heil­stætt. Það sem gerðist fyr­ir hrun hafi verið í sér­flokki og að það væri allt öðru­vísi banka­starf­semi viðhöfð á Íslandi í dag og að hún teldi eng­an áhuga fyr­ir þeim starfs­hátt­um sem viðhafðir voru áður. Hún sagði þó ekk­ert hægt að full­yrða.

„Það er í raun stöðug bar­átta bæði á Íslandi og útum all­an heim að halda úti heil­brigðu fjár­mála­kerfi og það er bara vakt sem þarf að standa; bæði stjórn­ir fé­lag­anna, fjár­mála­eft­ir­lit og auðvitað stjórn­mála­menn.“

Hún sagði það þó ljóst að ef stjórn­mála­menn eru studd­ir af auðjöfr­um sem hafa efn­ast á því að fara á svig við lög­in væri hætta á því að reglu­verkið væri sett upp þannig að „þess­ir gern­ing­ar“ væru gerðir lög­lega. Hún sagðist þó telja vit­und­ar­vakn­ingu í sam­fé­lag­inu um að kerfi síðstu ára­tuga væri ekki að þjóna hags­mun­um al­menn­ings.

„Ef að al­menn­ing­ur krefst þess ekki að leik­regl­un­um sé breytt þá auðvitað ger­ist ekki neitt en al­menn­ing­ur krefst þess ekki nema þá aðeins að þeir átti sig á því að kerfið hafi verið að vinna gegn þeim.“

Guðrún Johnsen sagði opinberun Panamaskjalanna hvalreka.
Guðrún Johnsen sagði op­in­ber­un Pana­maskjal­anna hval­reka.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka