Atvinnuleysi lækkar í 3,8%

Atvinnuleysi hefur lækkað síðustu mánuði.
Atvinnuleysi hefur lækkað síðustu mánuði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Atvinnuleysi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var í mars 3,8% og hefur lækkað um 0,3 prósentustig, eða um 500 manns, milli ára. Samtals eru 188.800 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit. 

Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,7% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir mars 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan minnkaði lítillega eða um 0,2 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 1.400 en hlutfallið af mannfjölda stóð hins vegar í stað.

Ef tölurnar eru árstíðaleiðréttar nemur atvinnuleysið 3,3% í mars. Var það 3,2% í febrúar og á síðustu sex mánuðum hefur það lækkað um 0,6 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert