Seldu gullhring fyrir svefnstað

Hér má sjá börnin og Irinu með farangur sinn á …
Hér má sjá börnin og Irinu með farangur sinn á flugvellinum í París eftir komuna frá Íslandi.

 „Í gær grét ég, grét vegna þeirr­ar staðreynd­ar að ég hef enga stjórn á aðstæðum.“

Svona hefst þriðji tölvu­póst­ur Ir­inu Sei­bel til mbl.is, ann­ar póst­ur­inn sem send­ur er frá Frakklandi eft­ir að henni og eig­in­manni henn­ar, Vla­dimir, var synjað um hæli á Íslandi og vísað úr landi ásamt þrem­ur börn­um sín­um.

Mbl.is hef­ur birt hina tvo póst­ana á síðustu dög­um, þann fyrsta kvöldið fyr­ir flutn­ing­ana þar sem Ir­ina lýsti von­brigðum sín­um og ótta við fram­haldið og þann næsta í gær, þar sem hún lýs­ir fyrsta degi fjöl­skyld­unn­ar sem hæl­is­leit­end­ur í Frakklandi.

Í pósti dags­ins seg­ir hún frá því að fjöl­skyld­an hafi verið mætt á skrif­stofu héraðsstjóra klukk­an níu í morg­un og þar hafi allt virst frem­ur stórt í sniðum.

Klukk­an tíu kom að þeim og sýndu þau kon­unni sem tók á móti þeim papp­ír­ana sem þau höfðu þegar sýnt lög­regl­unni. Hún leit yfir gögn­in og sagði þeim að bíða. Þau biðu til há­deg­is.

„Eft­ir allt þetta kallaði hún á okk­ur og sagði „Hvað er vanda­málið?“ Við urðum stein­hissa og sögðumst vera flótta­menn, að við vild­um sækja um hæli. Önnur kona kom fram og sagði „Farið heim, komið aft­ur á morg­un klukk­an níu.“

Aft­ur vor­um við í áfalli, við sögðumst ekki hafa neinn stað að sofa á, enga pen­inga. Hún sagðist ekk­ert geta hjálpað okk­ur frek­ar og að við yrðum að koma aft­ur á morg­un.“

Þar sem flótta­menn eru ekki fólk

Ir­ina seg­ir aðstæður fjöl­skyld­unn­ar skelfi­leg­ar, raun­veru­leg­an hryll­ing og spyr hvernig Frakk­land geti verið sagt lýðræðis­legt og ör­uggt.

„Hér eru flótta­menn ekki fólk og eng­inn hér vill hjálpa þér eða læt­ur sig vanda­mál þín varða.“

Hún seg­ir frá því að fjöl­skyld­an hafi fundið þjón­ustu sem sjái heim­il­is­laus­um fyr­ir næt­urstað en að staður­inn sé hræðileg­ur.

„Guð hjálpi okk­ur,“ skrif­ar Ir­ina að lok­um. „Við erum á göt­unni. Höf­um selt gull­hring til að borga fyr­ir aðra nótt á hót­eli.“

Frétt­ir mbl.is um Sei­bel fjöl­skyld­una:

„Hvað ef við verðum skil­in eft­ir á göt­unni“

„Líf! Hvaða líf?“

„Við elsk­um að vera hérna“

„Hér göng­um við frjáls úti á götu“

Fjölskyldan kom til Íslands í ágúst en var hafnað um …
Fjöl­skyld­an kom til Íslands í ág­úst en var hafnað um hæli eft­ir átta mánaða veru. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert