Árni Páll boðar til blaðamannafundar

Árni Páll tilkynnir væntanlega í dag hvort hann gefi áfram …
Árni Páll tilkynnir væntanlega í dag hvort hann gefi áfram kost á sér í embætti formanns. Styrmir Kári

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað til blaðamannafundar í Kringlunni á Alþingi klukkan 15 í dag. Þar má telja líklegt að Árni Páll upplýsi hvort hann ætli að gefa kost á sér áfram sem formaður Samfylkingarinnar, þegar landsfundur flokksins verður haldinn í byrjun júní.

Fjórir hafa þegar lýst því yfir að þeir gefi kost á sér til formanns og eru það þau Oddný G. Harðardóttir, Magnús Orri Schram, Helgi Hjörvar og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka