Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra ára fangelsisdóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri fyrir kynferðisbrot með því að hafa með ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Manninum, Magnúsi Óskarssyni, var ennfremur gert að greiða konunni 2,2 milljónir króna í miskabætur með vöxtum og allan áfrýjunarkostnað upp á tæpa eina milljón króna.

Magnús var sakfelldur í héraði  fyrir að hafa notfærði sér líkamlegra yfirburði sína og ölvunarástand konunnar til þess að nauðga henni aðfararnótt 28. mars 2013. Magnús hélt því fram að allar athafnir hans hafi verið með samþykki konunnar og að hann hafi ekki beitt hana ofbeldi. Dómurinn leit hins vegar til framburðar vitna um rænulítið ástand konunnar umrædda nótt og um klæðnað og ástand hennar daginn eftir. Þá samrýmdust áverkar frásögn konunnar um valdbeitingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert