„Stödd í miðju bílslysi sem er sýnt hægt“

Róbert Marshall
Róbert Marshall mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Stjórn­ar­andstaðan hóf þing­fund í dag með umræðu und­ir liðnum fund­ar­stjórn þings­ins þar sem ít­rekað var gagn­rýnt að ekki væri boðað strax til þing­kosn­inga í kjöl­far upp­lýs­inga sem komu fram í Panama-skjöl­un­um og af­sagn­ar fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra.

Lægra sett­ir menn sagt af sér

Helgi Hörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hóf umræðuna með að benda á að núna hefðu lægra sett­ir menn sagt af sér en fjár­málaráðherra vegna tengsla við skatta­skjól og nefndi tvo fram­kvæmda­stjóra líf­eyr­is­sjóða og fram­kvæmda­stjóra Fram­sókn­ar­flokks­ins í því sam­hengi. Sagði hann Bjarna Bene­dikts­son þó áfram sitja þrátt fyr­ir sín tengsl við málið. Þá vilji rík­is­stjórn­in ekki segja af sér og rjúfa til þings og boða til kosn­inga, held­ur væri með 75 mála mála­skrá sem væri að þvæl­ast fyr­ir þing­haldi.

Fleiri þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar tóku und­ir með Helga og sagði Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að það myndi ekki líðast í öðrum þróuðum ríkj­um að ráðherra skatta­mála myndi sitja áfram eft­ir svona mál. Sagði hún að Íslend­ing­ar hefðu státað sig af því að vera stétt­laust land. „En þotuliðið ætl­ar sér aðrar leik­regl­ur,“ sagði Ólína.

„Stödd í miðju bíl­slysi sem er sýnt hægt“

Bjarni svaraði því til að stund­um væri sagt að rík­is­stjórn­in væri verk­laus vegna fárra mála, en núna væru verk­efn­in orðin of mörg, sam­an­ber umræðuna um þing­mála­skrána. Benti hann á að á fund­um með stjórn­ar­and­stöðunni hefðu stjórn­ar­flokk­arn­ir farið yfir hvaða mál­um þyrfti að ljúka. Svo væri gengið til kosn­inga í haust. Þá hefði þessi umræða áður verið tek­in á þing­inu.

Ró­bert Mars­hall, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, sagði stóra málið vera að rík­is­stjórn­in væri þegar að hrökklast frá völd­um. Hún hefði viður­kennt það með að ætla að flýta kosn­ing­um. „Við erum stödd í miðju bíl­slysi sem er sýnt hægt,“ sagði hann.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bene­dikts­son formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert

Stjórn­ar­flokk­arn­ir hlakka til kosn­inga

Helgi kom aft­ur í ræðustól og sagði plan rík­is­stjórn­ar­inn­ar ekki vera neitt og að rík­is­stjórn­in ætti að vera til­bú­in að mæta kjós­end­um sín­um í kosn­ing­um.

Bjarni svaraði því til að stjórn­ar­flokk­arn­ir hlökkuðu til kosn­inga. Hann sagði aft­ur á móti að all­ar umræður um van­traust rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu verið af­greidd­ar þegar málið var tekið fyr­ir á þing­inu. Þá sagði hann rangt að ekk­ert væri í gangi í tengsl­um við mál­efni skatta­skjóla.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður vinstri grænna, sagði að enn ætti rík­is­stjórn­in eft­ir að svara því um hvaða brýnu mál væri að ræða sem þessi rík­is­stjórn þyrfti að sinna sem aðrar rík­is­stjórn­ir gætu ekki sinnt. Benti hún á að á mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar væru mál um timb­ur­vör­ur, skóg­rækt­ar­stofn­un og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert