Hægt að kjósa utankjörfundar á morgun

kosningar kjörkassi atkvæði atkvæðagreiðsla
kosningar kjörkassi atkvæði atkvæðagreiðsla mbl.is/Ómar Óskarsson

Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar vegna forsetakosninganna í sumar frá og með morgundeginum 30. apríl, bæði innan lands og utan. Fer atkvæðagreiðslan að venju fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis.

Fram kemur á kosningavef innanríkisráðuneytisins að sýslumenn auglýsi hvar og hvenær atkvæðagreiðslan geti farið fram á þann hátt sem venja er að birta opinberar auglýsingar. erlendis fer atkvæðagreiðslan fram í skrifstofum sendiráða, í sendiræðisskrifstofum eða á skrifstofum kjörræðismanna samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins.

Framboðsfrestur vegna kosninganna er þó ekki liðinn en framboðum skal skilað til innanríkisráðuneytisins ásamt tilskildum gögnum í síðasta lagi 20. maí 2016. Þar með talið tilskildum fjölda meðmælenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka