Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninganna 25. júní má hefjast á morgun 30. apríl.
Fer hún fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum, skv. frétt utanríkisráðuneytisins.
Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.