Blaðburður bjargaði íbúð

„Hressileg morgunganga hér í Selásnum,“ segir Jón Árnason.
„Hressileg morgunganga hér í Selásnum,“ segir Jón Árnason. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsso

„Vorið er draumatími blaðberans. Það er notalegt að ganga út í fallegan og kyrran morgun þegar sólin er að koma upp og fylgjast með farfuglunum, sem nú eru flestir komnir til landsins,“ segir Jón Árnason, blaðberi Morgunblaðsins í Seláshverfinu í Reykjavík.

Jón byrjaði að bera út árið 2009, á þeim tímum þegar hart var í ári hjá mörgum í kjölfar hrunsins. „Ég gat ekki hugsað til enda að íbúðin færi á uppboð. Varð mér því úti um alla þá aukavinnu sem mögulega bauðst og ég gat tekið; vann á pítsastað, greip í verkefni fyrir íþróttafélagið Fylki og tók svo blaðburðinn. Vinnustundir hvers mánaðar gátu verið allt að 300, sem er ansi ríflegt. Yfir árið voru unnar stundir um 3.600. Auðvitað skilaði hvert þessara starfa ekki miklum tekjum, en það munaði um hverjar þúsund krónurnar og íbúðin fór ekki undir hamarinn,“ segir Jón.

Á góðum dögum – þegar Morgunblaðið fer í hvert hús – dreifir Jón um það bil 200 blöðum. Raunar er hann ekki einn á ferð í þessu starfi, því oft er dóttirin Vinný Dögg með í þessu morgunskokki. Er líklegt, að sögn föður hennar, að hún sinni blaðberastarfinu ein í sumar.

„Þetta er hressileg morgunganga hér í Selásnum. Ég fer út upp úr klukkan sex á morgnana og þessi hringur hér um hverfið tekur um það bil klukkutíma,“ sem Jón, sem að aðalstarfi er verslunarmaður og starfar hjá hjá Vélasölunni við Dugguvog í Reykjavík. Þar fást vélahlutir og annað sem þarf í báta og skip og þegar menn koma í búðina er það blaðberinn sem stendur við afgreiðsluborðið. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert