Dagur reið niður Skólavörðustíg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpaði viðstadda áður en skrúðreiðin fór …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpaði viðstadda áður en skrúðreiðin fór af stað um miðborgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reið niður Skólavörðustíginn í dag í skrúðreið sem er Hestadögum, viðburði sem Landssamband hestamannafélagi stendur fyrir í samstarfi við Íslandsstofu. 

Skrúðreiðin lagði af stað frá Hallgrímskirkju um kl. 13 og niður Skólavörðustíg. Hún fór svo um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og á Austurvöll þar sem kór tók á móti hestum og knöpum.

Þar gafst fólki tækifæri á að klappa hestunum og spjalla við knapana.

Markmið með Hestadögum er að kynna íslenska hestinn á heimsvísu í markaðsverkefni undir kjörorðinu Horses of Iceland.

Á morgun er dagur íslenska hestsins um allan heim. Eigendur íslenska hestins eru þá hvattir til að gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, bjóða í heimsókn í hesthús eða í útreiðartúr. 

Skrúðreiðin lagði af stað frá Hallgrímskirkju.
Skrúðreiðin lagði af stað frá Hallgrímskirkju. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert