Baldur býður sig fram

Baldur Ágústsson.
Baldur Ágústsson.

Bald­ur Ágústs­son stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins Vara og fast­eigna­sali í Bretlandi hef­ur ákveðið að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands í kosn­ing­un­um í sum­ar. Þetta til­kynn­ir Bald­ur á vefsíðu sinni.

Þar seg­ir hann að mark­miðið með fram­boðinu sé m.a. að end­ur­vekja virðingu fyr­ir for­seta­embætt­inu, að beita sér fyr­ir bættri þjón­ustu við sjúka, aldraða og ör­yrkja, að efla vináttu­tengsl við er­lend­ar þjóðir og reka for­seta­embættið inn­an ramma fjár­lag­anna.

Bald­ur hef­ur áður boðið sig fram til embætt­is for­seta. Það var árið 2004, gegn Ólafi Ragn­ari Gríms­syni sitj­andi for­seta. Ástþór Magnús­son bauð sig einnig fram þá. „Heita má að nær óþekkt hafi verið að bjóða sig fram gegn sitj­andi for­seta og tald­ist gott að ég fékk 13000 at­kvæði,“ seg­ir Bald­ur um það fram­boð.

„Fram­boðið var ánægju­leg reynsla og jók áhuga minn á embætt­inu og veg­ferð lands og þjóðar. Full­vissa mín um enn betra land og ham­ingju­sam­ari og ör­ugg­ari þjóð hef­ur styrkst og vaxið með ár­un­um. Ég vona að við eig­um góða framtíð sam­an,“ seg­ir á vefsíðu Bald­urs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert