Baldur býður sig fram

Baldur Ágústsson.
Baldur Ágústsson.

Baldur Ágústsson stofnandi fyrirtækisins Vara og fasteignasali í Bretlandi hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum í sumar. Þetta tilkynnir Baldur á vefsíðu sinni.

Þar segir hann að markmiðið með framboðinu sé m.a. að endurvekja virðingu fyrir forsetaembættinu, að beita sér fyrir bættri þjónustu við sjúka, aldraða og öryrkja, að efla vináttutengsl við erlendar þjóðir og reka forsetaembættið innan ramma fjárlaganna.

Baldur hefur áður boðið sig fram til embættis forseta. Það var árið 2004, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni sitjandi forseta. Ástþór Magnússon bauð sig einnig fram þá. „Heita má að nær óþekkt hafi verið að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og taldist gott að ég fékk 13000 atkvæði,“ segir Baldur um það framboð.

„Framboðið var ánægjuleg reynsla og jók áhuga minn á embættinu og vegferð lands og þjóðar. Fullvissa mín um enn betra land og hamingjusamari og öruggari þjóð hefur styrkst og vaxið með árunum. Ég vona að við eigum góða framtíð saman,“ segir á vefsíðu Baldurs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka