Þessa dagana fagnar Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli og í tilefni af því hefur verið sett upp ljósmyndasýning í Þjóðminjasafninu þar sem myndir af alþýðu landsins við dagleg störf á því tímbili eru til sýnis. Mikið hefur breyst á þessum árum sem er við hæfi að rifja upp á þessum degi mbl.is kom við í Þjóðminjasafninu á dögunum og skoðaði sýninguna.
Ljósmyndirnar segja sögu þess fólks sem myndaði verkalýðshreyfinguna og vakin er athygli á kjörum þess og kjarabaráttu, aðbúnaði á vinnustöðum og vinnuumhverfi. Sjónum er beint að vinnutíma verkafólks, vinnu barna og jafnrétti karla og kvenna. Þá er brugðið upp myndum af frístundum verkafólks, húsnæði sem því stóð til boða og hvernig félagsleg þjónusta efldist smám saman.