Fylgi Pírata dalar

Fylgi Pírata hefur minnkað um 9% frá því í byrjun …
Fylgi Pírata hefur minnkað um 9% frá því í byrjun apríl. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fylgi Pírata hef­ur minnkað um 9% frá því í byrj­un apríl sam­kvæmt nýrri könn­un Gallup sem greint var frá í frétta­tíma RÚV.

Mæl­ist fylgi Pírata nú 26,6% og er þar með ívið minna en fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins sem mæld­ist 27%. Vinstri græn­ir mæld­ust með 18,4%  og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 11% fylgi. Lít­il breyt­ing var á fylgi annarra flokka og mæld­ist Sam­fylk­ing­in með 8% og Björt framtíð með 5% fylgi.

Fylgi stjórn­ar­inn­ar mæl­ist því nú 37,3% í stað 34% í síðustu könn­un Capacent-Gallup.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert