„Ekki græt ég tilfærslur á fylgi við okkur, en að almenningur umbuni Panamaflokkunum með auknu trausti eftir allt það sem á undan er gengið er mér algerlega ofviða,“ segir Birgitta Jónsdótti, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni í kvöld um nýjustu skoðanakönnun Gallup þar sem báðir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, bæta við sig fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en fylgi Pírata heldur áfram að dala.
„Framsókn bætir við sig 4% frá síðustu könnun (fylgisaukning upp á 1/4) og Sjálfstæðisflokkur heldur sínu :( Ég hreinlega þori ekki að deila þeirri staðreynd með erlendnum blaðamönnum því nú er sem sú mikla mótmælaalda sem reið yfir landið eins og siðferðislegur jarðskjálfti hafi hafi þveröfug áhrif,“ segir Birgitta í færslunni.