„Glatað að ráðast í þrengingu“

Á álagstímum myndast mikil umferðarteppa á Grensásvegi úr norðri í …
Á álagstímum myndast mikil umferðarteppa á Grensásvegi úr norðri í suður. mbl.is/RAX

Mik­il um­ferðarteppa skap­ast á Grens­ás­vegi, úr norðri í suður, á álags­tím­um, á meðan fram­kvæmd­ir við þreng­ingu Grens­ás­veg­ar standa yfir, en fram­kvæmd­irn­ar hóf­ust snemma í apr­íl­mánuði.

´'I um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ólaf­ur Kr. Guðmunds­son, vara­formaður FÍB,  að eft­ir breyt­ing­ar, bæði á Grens­ás­vegi og aflagn­ingu beygju­vasa af Bú­staðavegi inn á Grens­ás­veg, auk­ist slysa­hætta og um­ferðartepp­ur.

„Þar fyr­ir utan er neyðarþjón­usta Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Þess vegna er það í mín­um huga al­veg glatað að ráðast í þessa fram­kvæmd. Það var hægt að leysa þetta og það var bent á það af borg­ar­full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, að hægt væri að búa til hjóla­stíg öðru meg­in við Grens­ás­veg, aust­an meg­in, og mjókka miðeyj­una, sem sam­svaraði einni ak­rein. Flutt var til­laga um þetta af sjálf­stæðismönn­um, sem var snar­lega felld,“ seg­ir Ólaf­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert