„Þegar hagkerfið vex þá eykst umferðin“

Bílum hefur fjölgað frá í fyrra.
Bílum hefur fjölgað frá í fyrra. mbl.is/Styrmir Kári

Gríðarleg aukning hefur orðið á umferð á hringveginum í aprílmánuði eða um 15% frá sama mánuði í fyrra. Er þetta hlutfallslega mesta aukning sem mælst hefur á milli aprílmánaða frá því að Vegagerðin hóf að taka saman mánaðarlegar tölur umferðar árið 2005.

Umferðin á hringveginum í apríl 2016 taldist þannig 65.236 bílar að meðaltali á dag yfir alla talningarstaði en í apríl 2015 var um að ræða 57.000 bíla. Til samanburðar var samanlögð umferð í apríl árið 2005 einungis 48.396 bílar.

Gert er ráð fyrir því að umferð á hringveginum geti aukist um 8,5% miðað við árið 2015. Verði það niðurstaðan er met slegið í aukningu umferðar sem mest hefur aukist áður um 6,8% milli áranna 2007 og 2008, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert