Endurskoði sölu á Ásmundarsal

Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á rekstarfélag Listasafns ASÍ og Alþýðusamband Íslands að endurskoða afstöðu sína í máli Ásmundarsals.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Alþýðusam­band Íslands hef­ur ákveðið að selja Ásmund­ar­sal við Freyju­götu í Reykja­vík, þar sem lista­safn sam­tak­anna er til húsa.

Einnig skorar SÍM á menna- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málum Listasafns ASÍ og fara yfir tilögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal við Freyjugötu.

Áætlað er að afhenda Illuga Gunnlaugssyni mennta- og menningarmálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Gylfa Arnbjörnssyni formanni ASÍ undirskriftalistann þann 1. maí næstkomandi.

Frétt mbl.is: Forsendur safnrekstrar brotnar

Frétt mbl.is: Vilja ekki lundabúð í Ásmundarsal

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert