Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi hefur ákveðið að banna alla skammtímalegu húsnæðis innan sveitarfélagsins.
„Við viljum njóta þess sem ferðaþjónustan skilar til uppbyggingar og eflingar samfélagsins,“ segir Ásgeir Magnússon sveitarstjóri, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
„En viljum líka búa hér í venjulegu, hefðbundnu samfélagi, þar sem íbúarnir stunda vinnu á staðnum og greiða sína skatta og skyldur. Það gagnast okkur lítið ef enginn býr í húsunum hér og aðeins eru greidd af þeim fasteignagjöld.“ Í Vík og nágrenni búa 540 manns en gistirými á staðnum eru um 1.300. Hlutfallið er hvergi hærra hér á landi.