Moussaieff-keðjan hefur malað gull

Fjölskylda Dorrit Moussaieff hefur rekið ábatasama skartgripasölu.
Fjölskylda Dorrit Moussaieff hefur rekið ábatasama skartgripasölu. mbl.is/Kristinn

Um­svif Moussai­eff Jewell­ers Lim­ited (MJL) hafa marg­fald­ast síðustu 20 ár og eru eign­irn­ar orðnar 233 millj­ón­ir punda, ríf­lega 41 millj­arður króna miðað við nú­ver­andi gengi. Fé­lagið er í eigu Al­isu Moussai­eff, móður Dor­rit­ar Moussai­eff for­setafrú­ar.

Fram kem­ur í Sögu af for­seta, ævi­sögu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar for­seta, að þegar Dor­rit var 12 ára flutt­ist Shlomo Moussai­eff, faðir henn­ar, með fjöl­skyld­una til London „og þar hef­ur síðan verið miðstöð dem­anta­versl­un­ar hans sem er ein af þeim þekkt­ustu í heimi“.

„Meðal­verð á háls­meni í versl­un Moussai­effs á Hilt­on-hót­el­inu við Park Lane í Lund­ún­um er yfir 100 millj­ón­ir króna. Sagt er að velt­an í þeirri versl­un sé sú allra mesta í heim­in­um á fer­metra. Auk þess á fjöl­skyld­an versl­un­ina Kutchinsky á Knig­hts­bridge í London,“ seg­ir m.a. um þessi um­svif í ævi­sög­unni.

MJL hét upp­haf­lega Ariel Hell­er & Co. Lim­ited og var stofnað í mars 1963. Í stjórn sátu Ariel Hell­er, Shlomo og Alisa Moussai­eff, for­eldr­ar Dor­rit­ar, og Seymour Cooper. Sam­kvæmt vefsíðu MJL er fé­lagið með versl­an­ir á Park Lane og við Bond Street í Lund­ún­um, auk versl­ana í Genf, Hong Kong og Courchevel.

Ra­f­ræn skrán­ing frá 1995

Fyrsti árs­reikn­ing­ur­inn sem er aðgengi­leg­ur á ra­f­ræn­an hátt í bresku fyr­ir­tækja­skránni er frá ár­inu 1995. Nokkr­ar lyk­il­töl­ur úr rekstri fé­lags­ins all­ar göt­ur síðan eru hér á töflu. Miðað er við hagnað af reglu­legri starf­semi fyr­ir skatta.

Frá og með ár­inu 1995 eru Shlomo og Alisa stjórn­end­ur og hlut­haf­ar, bæði með 5.000 hluti.

Til­kynnt er í janú­ar 2006 að Shlomo sé hætt­ur sem rit­ari fé­lags­ins og að í staðinn komi Rohit Gupta. Um sama leyti er til­kynnt að heim­il­is­fang Shlomo og Alisa sé í Ísra­el. Alisa er skráð fyr­ir hluta­fé. Þarna eru þau bæði orðin all­rosk­in. Alisa er fædd í ág­úst 1929 og Shlomo í sept­em­ber 1923. Hann lést í fyrra.

Eins og sjá má á töfl­unni er hlut­ur Bret­lands í söl­unni jafn­an lít­ill.

MJL hef­ur jafn­an skipt við Barclays Bank. Á tíma­bili skipti fé­lagið þó líka við Repu­blic Nati­onal Bank of New York. Þá kem­ur fram að fé­lagið átti eft­ir­launa­sjóðinn The Kutchinsky Pensi­on Trust. Síðar er getið um LHC Pensi­on Scheme sem eft­ir­launa­sjóð hjá fé­lag­inu.

Þá er greint frá því í árs­reikn­ingi 1997 að Moussai­eff Jewell­ers Lim­ited sé tengt fé­lag­inu Kevess S.A. í Sviss. Þar séu Alisa og Shlomo í stjórn og hlut­haf­ar. Kevess er síðan áfram í árs­reikn­ing­um fé­lags­ins.

Lesa má úr árs­reikn­ing­un­um að stjórn­ar­laun Al­isu og Shlomo eru jafn­an nokk­ur hundruð þúsund punda. Fjár­hags­árið 1996 fengu þau t.d. 404.666 pund í laun hvort. All­ar töl­ur hér eru á verðlagi hvers árs.

Skráð á Bresku Jóm­frúa­eyj­um

Í árs­reikn­ingi 2000 er getið um tengsl við fé­lagið Lasca Fin­ance Lim­ited og aðgerðir til að styðja við annað fé­lag, Camd­en Mar­ket Hold­ings Corporati­on. Lasca Fin­ance er með heim­il­is­fang á Bresku Jóm­frúa­eyj­um en ekki er getið um heim­il­is­fang hins fé­lags­ins. Fram kem­ur að Shlomo og Alisa séu hlut­haf­ar í Lasca Fin­ance, jafn­framt því sem MJL eigi hlut í fé­lag­inu. Fjallað hef­ur verið um Lasca Fin­ance í tengsl­um við Panama-skjöl­in.

Sam­kvæmt The Guar­di­an er Dor­rit einn eig­anda Jaywick Properties Inc. á Bresku Jóm­frúa­eyj­um. Fé­lag með slíku nafni er ekki skráð á full­trúa Moussai­eff-fjöl­skyld­unn­ar í Bretlandi. Þá var hún sögð tengj­ast sjóðnum Moussai­eff Sharon Trust.

Gögn­in voru frá ár­un­um 2005-7.

Vísað var í þá áætl­un Sunday Times að auður Moussai­eff-fjöl­skyld­unn­ar væri um 200 millj­ón­ir punda, eða um 35 millj­arðar króna.

Í um­fjöll­un Kjarn­ans sagði að Moussai­eff-fjöl­skyld­an, þar á meðal syst­ur Dor­rit­ar, Tam­ara og Sharon, hafi átt allt að 80 millj­ón­ir dala í HSBC bank­an­um í Sviss 2006-07.

Það er tekið fram í árs­reikn­ing­um MJL 2002 og 2003 að þreng­ing­ar á alþjóðamörkuðum, meðal ann­ars í kjöl­far árás­anna á Tví­bura­t­urn­ana, hafi bitnað á sölu á lúxusvör­um.

Árið 2006 fær Alisa rúma millj­ón punda í vaxta­laust lán frá fé­lag­inu og í árs­reikn­ingi 2015 er getið um fé­lagið Moussai­eff (Hong Kong) Lim­ited í Hong Kong. Alisa var þar skráður eig­andi og hjá Kevess S.A.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert