Er enn í sömu fötunum

Júlíanna Ósk segir óljóst hvort hún muni halda áfram að …
Júlíanna Ósk segir óljóst hvort hún muni halda áfram að klæðast sömu fötunum. Ljósmynd/ Úr einkasafni

Ár var liðið á miðviku­dag frá því að Júlí­anna Ósk Haf­berg, nemi í fata­hönn­un setti sér það verk­efni að klæðast sömu föt­un­um í einn mánuð. Mánuður­inn varð síðan þrem­ur mánuðum og loks að ári og 368 dög­um síðar er Júlí­anna Ósk enn í sömu föt­un­um.

„Þetta var rosa­lega skrýtið og ég var aðallega hissa á hvað þetta leið hratt,“ seg­ir Júlí­anna Ósk um fata­verk­efni sitt og kveðst al­veg hafa verið hætt að veita því ein­hverja sér­staka at­hygli. „Ég er eig­in­lega búin að vera að kvíða svo­lítið fyr­ir þessu, því ég veit ekki al­veg hvert ég á að snúa mér í fram­hald­inu,“ seg­ir hún og ját­ar að hún sé enn í sömu föt­un­um.

Hún hélt þó upp á áfang­ann þegar ár­inu var náð. „Ég hélt upp á þetta með því að fara út að borða og fá mér kokteil með vin­kon­um mín­um. Þetta er líka ágæt­lega skemmti­leg­ur og stór áfangi.“

Spurð  hvaða viðbrögð hún sé að fá við því að árið sé liðið, seg­ist hún verða vör við áhuga hjá fólki hvað hún geri næst. „Fólk virðist líka vera spennt fyr­ir því að ég klæði mig upp í eitt­hvað allt annað.“

Breytt viðhorf til fatnaðar og neyslu­hyggju

Júlí­anna Ósk seg­ir að viðhorf sitt til fatnaðar og neyslu­hyggju hafi tekið mikl­um breyt­ing­um sl. ár og spurð hvort þetta valdi eng­um árekstr­um í námi henn­ar í fata­hönn­un, viður­kenn­ir hún að svo sé. „Þetta er búið að hafa mik­il áhrif á mig og mitt nám, en þetta kviknaði nátt­úr­lega líka út frá mér og mínu námi.“  

Sl. ár sé hún búin að skoða þessi mál vel, auk þess að skrifa BA rit­gerð um meðvitaða neyslu­hyggju inn­an fata­brans­ans.  „Ég var svo ein­mitt að skila af mér út­skrift­ar­verk­efn­inu, fatalínu sem snýst al­gjör­lega um all­ar þær niður­stöður sem ég hef kom­ist að í minni til­raun sl. ár.“

Júlí­anna Ósk seg­ir fatalín­una byggja á sjálf­bærni og þeirri hugs­un að eiga færri flík­ur og nýta þær bet­ur. Flík­ur sem séu breyti­leg­ar og hægt að aðlaga þeim sem flík­un­um klæðist og því sem hann sé að fara að gera. „Þær eru viðsnú­an­leg­ar og það eru tvær fram­hliðar á öll­um flík­un­um. Þær eru all­ar úr annað hvort líf­ræn­um eða end­ur­vinn­an­leg­um efn­um og þær eru all­ar hugsaðar sem auðveld­lega end­ur­vinn­an­leg­ar eft­ir að fata­hlut­verki þeirra er lokið.“

Allar flíkurnar í fatalínu Júlíönnu Óskar eru viðsnúanlegar og hafa …
All­ar flík­urn­ar í fatalínu Júlí­önnu Óskar eru viðsnú­an­leg­ar og hafa tvær fram­hliðar. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Lítið farið að sjá á skyrt­unni

Blaðamanni leik­ur for­vitni á að vita hvort ekk­ert sé farið að sjá á skyrt­unni sem Júlí­anna Ósk hef­ur klæðst sl. ár. „Það er eig­in­lega svoítið magnað hvað lítið sér á henni,“ seg­ir hún. „Eitt af því sem ég lærði af þessu var líka að passa bet­ur upp á hlut­ina mína. Ef ég fékk blett í föt­in eða eitt­hvað gerðist, þá varð ég bara að laga það. Skyrt­an er ljós þannig að ég þurfti bara að bregðast hratt við ef eitt­hvað gerðist. Það eru eng­ir blett­ir í henni í dag sem eru fast­ir.“  Þrjú göt hafi komið á skyrt­una sl. ár, en þau hafi hún lagað og skyrt­unni megi nota mun leng­ur.  

Júlí­anna Ósk hyggst halda í fram­halds­nám í haust og er kom­in inn í skóla í Dan­mörku og horf­ir nú aðeins út fyr­ir fata­hönn­un­ina. Skól­inn heit­ir Kaos Pi­lot og er í Árós­um og námið er eins kon­ar viðskipta-frum­kvöðla-verk­efn­is­stjórn­un að henn­ar sögn. „Þeir eru að fókusa á stærri hluti, eins og ég var að reyna að gera með minni fatalínu.“

Spurð hvort hún geri ráð fyr­ir að klæðast sömu föt­um áfram dag hvern í nán­ustu framtíð, seg­ir hún óljóst hvort svo verði. „Ég fékk sum­ar­vinnu á yl­strönd­inni í Naut­hóls­vík, þannig að ég veit ekki hvort það geng­ur. Það verður bara að koma í ljós, en það er al­veg ör­uggt mál að ég verð í þess­um sömu föt­um morg­un.“

Frétt mbl.is: Var í sömu föt­un­um í þrjá mánuði

Hér má sjá blogg Júlí­önnu um verk­efnið

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert