Hvað hefur Dorrit sagt?

Dorrit Moussaieff forsetafrú.
Dorrit Moussaieff forsetafrú. Kristinn Ingvarsson

Síðustu daga hafa marg­ar spurn­ing­ar vaknað um eign­ir Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­konu for­seta Íslands, tengsl henn­ar við af­l­ands­fé­lög, skatta­greiðslur henn­ar og lög­heim­ili. Fjöl­miðlar hafa ít­rekað óskað eft­ir viðtöl­um og sent fyr­ir­spurn­ir en ekki alltaf haft er­indi sem erfiði. 

„No, no, no, no, no, that is not go­ing to be the case,“ svaraði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, þegar frétta­kon­an Christia­ne Aman­pour á CNN spurði hann hvort eitt­hvað ætti eft­ir að koma í ljós um hann eða fjöl­skyldu hans í umræðunni um skatta­skjól. Þetta var föstu­dag­inn 22. apríl.

Mánu­dag­inn 25. apríl greindu Kjarn­inn og Reykja­vík Grapevine aft­ur á móti  frá því að fjöl­skylda Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­kona Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, hefði átt af­l­ands­fé­lag sem skráð var á Bresku Jóm­frúareyj­un­um frá 1999 – 2005. Fé­lagið, Lasca Fin­ance Lim­ited, kem­ur fyr­ir í Panama-skjöl­un­um.

Kjarn­inn sendi embætti for­seta Íslands fyr­ir­spurn vegna fé­lags­ins. Í svar­inu sem barst sagði: „Hvorki for­seti né Dor­rit vita neitt um þetta fé­lag né hafa heyrt af því áður. Faðir Dor­rit­ar er lát­inn og móðir henn­ar, sem er 86 ára, man ekki eft­ir neinu slíku fé­lagi.“

Hvorki Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son né Dor­rit Moussai­eff hafa átt kröf­ur í slita­bú föllnu bank­anna. Eign­ir Dor­rit­ar eru í Bretlandi og eign­ir Ólafs eru á Íslandi. Þetta kom fram í svari Árna Sig­ur­jóns­son­ar, skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu for­seta for­seta Íslands, við fyr­ir­spurn mbl.is þenn­an dag.

mbl.is
 sendi fyr­irsp­urn til for­seta með nokkr­um spurn­ing­um sem Kári Stef­áns­son bar upp í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu. Þar spurði hann hverj­ar eign­ir for­seta­hjón­anna væru og hvar þær væru geymd­ar. Þá spurði hann hvort þau ættu kröf­ur á föllnu bank­anna og hvers vegna op­in­ber gjöld af er­lend­um eign­um hjón­anna væru ekki greidd á Íslandi. Í stuttu svari seg­ir að Dor­rit sé bresk­ur rík­is­borg­ari með lög­heim­ili í Bretlandi. Þar hafi hún og fjöl­skylda henn­ar búið og stundað at­vinnu í ára­tugi. Hún greiði því skatta í Bretlandi.

Í þjóðskrá eru Ólaf­ur og Dor­rit skráð sem „hjón ekki í sam­vist­um“. Dor­rit flutti lög­heim­ilið til Bret­lands árið 2012. „Þegar horf­ur voru á að eig­inmaður minn yrði ekki leng­ur for­seti gerði ég ráðstaf­an­ir til að geta sinnt meira fyrri störf­um mín­um í London, einkum í ljósi þess að for­eldr­ar mín­ir, sem stjórnað hafa fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu, eru nú háaldraðir,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá Dor­rit árið 2013 þegar fjöl­miðlar spurðust fyr­ir um flutn­ing­ana.

Þriðju­dag­inn 26. apríl sendi blaðamaður mbl.is eft­ir­far­andi fyr­ir­spurn til Ólafs Ragn­ars:

Í frétt­um Kjarn­ans og Grapevine í gær kom fram að fé­lag í eigu fjöl­skyldu Dor­rit­ar Moussai­eff hafi verið skráð á Bresku Jóm­frúareyj­un­um frá ár­inu 1999 til árs­ins 2005. Fé­lagið, sem heit­ir Lasca Fin­ance Lim­ited, er að finna í gögn­um frá lög­fræðistof­unni Mossack Fon­seca. Árið 2005 seld­i ­fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið Moussai­eff Jewell­ers Ltd. tíu pró­senta hlut sinn í Lasca F­in­ance til hinna tveggja eig­enda þess. Þeir voru S. Moussai­eff og „Mr­s.“  Moussai­eff. 

Hafa þess­ar upp­lýs­ing­ar ein­hver áhrif á fram­boð þitt til for­seta Íslands? Ef svo er, hvaða áhrif hafa þær?

Ætlið þið hjón­in að gera upp­lýs­ing­ar úr skatta­skýrsl­um ykk­ar op­in­ber­ar líkt og nokkr­ir stjórn­mála­menn hafa gert að und­an­förnu?

Sama dag barst svar þess efn­is að for­set­inn hefði ekki mótað af­stöðu til spurn­ing­anna. Blaðamaður ít­rekaði fyr­ir­spurn sína með tölvu­pósti dag­inn eft­ir og einnig mánu­dag­inn 2. maí. Einnig hef­ur verið haft sam­band við Örn­ólf­ Thors­son for­seta­rit­ara vegna máls­ins en enn sem komið er hef­ur Ólaf­ur Ragn­ar ekki svarað fyr­ir­spurn mbl.is.

Mánu­dag­inn 2. maí greindi Reykja­vík Media frá því að Dor­rit hafi tengst minnst fimm banka­reikn­ing­um í Sviss í gegn­um fjöl­skyldu sína og að minnsta kosti tveim­ur af­l­ands­fé­lög­um. Greindi fjöl­miðill­inn einnig frá því að Dor­rit hefði ekki viljað svara spurn­ing­um um hvort hún tengd­ist fé­lög­un­um þegar eft­ir því var leitað. Sagði hún að viðskipti sína hefðu alltaf verið í sam­ræmi við lög og að þau væru einka­mál.

Í yf­ir­lýs­ingu sem send var Reykja­vik Media sagði Dor­rit að fjár­hag­ur sinn og Ólafs Ragn­ars væri og hefði alltaf verið aðskil­inn og þá sagði for­seta­rit­ari í skrif­legu svari að for­set­inn hefði enga vitn­eskju um fé­lög­in og að hann hefði aldrei heyrt um þau. Þá sagði í svari Örn­ólfs að for­set­inn hefði aldrei haft upp­lýs­ing­ar um aðra meðlimi Moussai­eff fjöl­skyld­unn­ar.

mbl.is sendi for­seta fyr­ir­spurn vegna máls­ins eft­ir að upp­lýs­ing­ar Reykja­vík Media lágu fyr­ir. Í svari for­seta­rit­ara sagði að for­seti þekki ekki til fjár­hag­stengsla eig­in­konu sinn­ar við for­eldra sína eða aðra í fjöl­skyldu henn­ar.

„Í svari [Ólafs Ragn­ars] til blaðamanns Guar­di­an fyrr í dag kom fram að hann hefði aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í frétt­inni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitn­eskju um fjár­hag­stengsl konu sinn­ar við for­eldra sína eða aðra í fjöl­skyld­unni; né um áform for­eldra henn­ar að þeim látn­um. Hann vissi því ekk­ert um málið. Jafn­framt áréttaði for­seti að hann hefði ávallt verið mjög gagn­rýn­inn á af­l­ands­fé­lög og skatta­skjól, og í ára­tugi talað fyr­ir rétt­látu og sann­gjörnu skatt­kerfi,“ sagði í svari Örn­ólfs

Fimmtu­dag­inn 5. maí sendi Dor­rit síðan frá sér yf­ir­lýs­ingu og sagði hún að í henni fæl­ist viðbrögð við vanga­velt­um og óná­kvæm­um yf­ir­lýs­ing­um og full­yrðing­um í fjöl­miðlum.

Laus­leg þýðing mbl.is á yf­ir­lýs­ingu Dor­rit­ar:

Yf­ir­lýs­ing Dor­rit­ar Moussai­eff

Vanga­velt­ur og óná­kvæm­ar yf­ir­lýs­ing­ar og full­yrðing­ar hafa verið sett­ar fram í ýms­um blaðagrein­um. Til leiðrétt­ing­ar vil ég koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

1. Ég hef aldrei átt banka­reikn­ing hjá HSBC né hef ég átt í viðskipt­um við bank­ann.

2. Skír­skotað hef­ur verið til tengsla minna við fyr­ir­tæki að nafni Jaywick Properties Inc. Jaywick var fyr­ir­tæki sem teng­ist for­eldr­um mín­um og var af­skráð 2001. Ég hagnaðist ekki á Jaywick áður eða eft­ir að það var af­skráð.

3. Þegar ég var skráð til heim­il­is á Íslandi upp­ýsti ég ís­lensk skatta­yf­ir­völd um viðkom­andi hags­muni mína. Ég sá ís­lensk­um skatta­yf­ir­völd­um einnig fyr­ir ein­taki af skatt­skýrslu minni til breskra skatta­yf­ir­valda.

4. Ég hef aldrei rætt fjár­mál fjöl­skyld­um minn­ar eða fjár­hags­lega til­hög­un við eig­in­mann minn þar sem um er að ræða einka­mál for­eldra minna.

5. Ég er nú bú­sett í Bretlandi þar sem ég hef veitt bresk­um skatta­yf­ir­völd­um viðhlít­andi upp­lýs­ing­ar

Kjarninn og Reykjavík Grapevine greindu frá því að fjölskylda Dorritar …
Kjarn­inn og Reykja­vík Grapevine greindu frá því að fjöl­skylda Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­kona Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, hefðu átt af­l­ands­fé­lag sem skráð var á Bresku Jóm­frúareyj­un­um frá 1999 – 2005. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert