Þekktur hjartalæknir kemur hingað til starfa

Pedro Brugada opnar hjartaskurðstofu í Klínikinni í Ármúla.
Pedro Brugada opnar hjartaskurðstofu í Klínikinni í Ármúla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það skiptir mig öllu máli að vera í góðu samstarfi við íslenska lækna og heilbrigðiskerfið,“ segir dr. Pedro Brugada, einn fremsti hjartaskurðlæknir heims, sem síðar á þessu ári mun opna skurðstofu á Klíníkinni í Ármúla.

Við hann er kennt Brugada-heilkennið, sem hann og Joseph bróðir hans uppgötvuðu en það getur aukið líkur á hjartastoppi og hefur verið talsvert í umræðunni vegna ótímabærra dauðsfalla ungs fólks.

Hann er nú staddur hér á landi og átti m.a. fund með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra í gærmorgun og segir samtalið hafa verið gagnlegt. „Við ræddum m.a. að samstarf við íslenska hjartasérfræðinga væri afar mikilvægt,“ segir hann, en líklega munu erlendir læknar starfa á hans vegum í Klíníkinni fyrst í stað, að því er fram kemur í umfjöllun um áform hans hér á landi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka