Fékk fæðingaraðstoð úti á stétt

Landspítalinn.
Landspítalinn. Morgunblaðið/Eggert

Fæðingar eru daglegt brauð á Landspítalanum, en fæðingar á stéttinni fyrir utan spítalann eru öllu sjaldgæfari. Um fjögurleytið í nótt voru þó væntanlegir foreldrar á leið á fæðingardeildina þegar barnið ákvað að tíminn væri kominn, þar sem þau voru stödd á Barónsstígnum fyrir framan spítalann.

Neyðarlínan veitti síðan fæðingaraðstoð símleiðis á meðan starfsfólk frá fæðingardeildinni hraðaði sér út á stétt til að aðstoða við fæðinguna, sem var afstaðin þegar sjúkrabíllinn kom á staðinn.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu heilsast móður og barni, sem var lítil stúlka, vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert