Um helgina sást til fyrstu kríanna á Seltjarnarnesi. Á bilinu 100-200 kríur höfðu gert sig heimakomnar á og við Bakkatjörn sem er vel þekkt fyrir iðandi fuglalíf og var friðuð árið 2000.
Í hugum margra eru kríurnar táknmynd sumarsins en í hugum golfara á Seltjarnarnesi þýðir það að nú styttist í að friðurinn sé úti.
Er varplendi þeirra á Nesvelli vel þekkt á meðal golfara en kríurnar verpa frá maí fram í júlí.