Hneyksluð á ömurlegri umgengni

Svæðið er vinsælt til útivistar og er aðgengi að því …
Svæðið er vinsælt til útivistar og er aðgengi að því gott. Ruslsöfnun sumra eigenda við bátaskýlin er mikil. Bærinn hefur gefið eigendunum frest til að gera hreint á svæðinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Skipulags- og byggingarráð [lýsir] hneykslan sinni á ömurlegri umgengni eigenda bátaskýla við Hvaleyrarlón sem er friðlýstur fólkvangur og er hrópandi lítilsvirðing við umhverfið og samfélagið í Hafnarfirði.“

Þetta segir í bókun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar í síðustu viku. Ráðið beindi því jafnframt til umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða hvort ástæða væri til að kæra málið til lögreglu en brot gegn friðlýsingu getur varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Þá samþykkti ráðið drög byggingarfulltrúa að bréfi og styður aðgerðir hans til að sómi sé að umhverfinu við lónið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðsins, að sumir eigendurnir hafi tekið vel í harðorða yfirlýsingu bæjarins og ætli að gera hreint fyrir sínum dyrum, í bókstaflegri merkingu. Hvaleyrarlón og fjörur Hvaleyrarhöfða í Hafnarfirði hafa verið friðlýst síðan 2009.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert