Magnús Ingberg gefur kost á sér til forseta

Magnús Ingberg Jónsson gefur kost á sér til embættis forseta.
Magnús Ingberg Jónsson gefur kost á sér til embættis forseta. Ljósmynd/ Úr einkasafni

Magnús Ing­berg Jóns­son hef­ur ákveðið að bjóða sig fram til embætt­is for­seta Íslands. Magnús Ing­berg er 46 ára og fisk­vinnslu­fræðing­ur að mennt, en starfar í dag sem verktaki. Hann er ættaður frá Svína­vatni og er gift­ur Silju Dröfn Sæ­munds­dótt­ur og þau búa á Sel­fossi.

Magnús Ing­berg seg­ir í viðtali við mbl.is að helsta ástæða fram­boðs síns sé sú að hann vilji af­nema verðtrygg­ing­una. „Ég vill sjá verðtrygg­ing­una fara og ég við að við séum með for­seta sem gef­ur upp skoðanir sín­ar,“ sagði Magnús Ing­berg.

Spurður hvort hann telji þess­ar áhersl­ur heyra und­ir for­seta­embættið svar­ar Magnús Ing­berg:  „Það er þannig að for­set­inn er fram­leng­ing á valdi þjóðar­inn­ar sam­kvæmt stjórn­ar­skránni. Hann sæk­ir vald sitt til henn­ar og ef þingið er ófært um að koma ein­hverju í gegn sem að þjóðin vill breyta þá sé ég ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að for­set­inn beiti sér fyr­ir al­menn­ing.“ Sitt mat sé að mik­ill meiri­hluti sé fyr­ir því hjá al­menn­ingi að af­nema verðtrygg­ing­una, en málið stoppi hjá þing­inu.

Skamm­ur tími er þar til fram­boðsfrest­ur renn­ur út, en Magnús Ing­berg er ágæt­lega bjart­sýnn á að ná til­skyld­um fjölda und­ir­skrifta fyr­ir þann tíma.

„Ef fólk vill fá mig þá geng­ur þá get­ur þetta al­veg gengið upp. Lands­lagið er svo­lítið breytt eft­ir að Ólaf­ur hætti,“ seg­ir Magnús Ing­berg og kveðst ekki hafa farið í fram­boð ef Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hefði áfram gefið kost á sér.  

Magnús Ing­berg tel­ur upp helstu stefnu­mál sín í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi fjöl­miðlum:

  1. „Verðtrygg­ingu verður að af­nema og vil ég að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþing­is­kosn­ing­um ef alþingi er ekki fært um það.
  2. Hús­næðislán verði ein­ung­is með veð í eign­inni og þá í pró­sent­um (dæmi: 80% lán = aldrei meira en 80% veðsetn­ing).
  3. Ég er ekki hlynnt­ur inn­göngu í ESB, en mun virða skoðun þjóðar­inn­ar sé hún gagn­stæð minni.
  4. Ég virði stjórn­ar­skránna, þar sem hún er vel skrifuð.
  5. Þjóðin skal fá að taka ákv­arðanir í um­deild­um mál­um.
  6. Bæta þarf heil­brigðisþjón­ust­una út á landi og standa vörð um sjúkra­flugið og bætt­ar sam­göng­ur.“
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert