Báðir bílarnir sem stolið var frá sömu fjölskyldunni síðustu nótt eru fundnir. Annar bíllinn er talsvert skemmdur að sögn eigandans, Jóhanns Friðriks Haraldssonar, en enn á eftir að skoða hinn bílinn.
Í samtali við mbl.is segir Jóhann að sá bíll sem hafi verið skoðaður og tjónaður hafi auk þess verið fullur af þýfi og eiturlyfjum. Fundust bílarnir í Grafarholti og Norðlingaholti, en Jóhann segir að næstu skref séu að láta draga þá til tryggingafélagsins og láta skoða þá.
Í samtali við mbl.is í dag sagði Jóhann að hann hefði fyrst talið að einhver væri að gera grín í sér þegar hann sá að bílarnir væru horfnir.
Frétt mbl.is: Bílunum stolið í skjóli nætur