Fjallvegir ekki að opnast

Frá opnun Öskjuleiðar í fyrra.
Frá opnun Öskjuleiðar í fyrra.

Fjallvegir eru lokaðir og ekki útlit fyrir að þeir opnist alveg á næstunni. Búið er að opna inn að Stöng í Þjórsárdal, en vegurinn var lokaður vegna aurbleytu, að sögn Páls Halldórssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi.

Hann sagði að mikill þrýstingur væri á að opna Kjalveg. Ekki er enn vitað hvenær hann mun opnast. Páll sagði að svolítill snjór væri á Kjalvegi norðan í Bláfellshálsi. Þar var stungið í gegn niður að Hvítá til að flýta fyrir bráðnun. Svo kólnaði aftur í veðri.

„Það er ekkert að fara að opnast alveg á næstunni,“ sagði Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal, sem sér um fjallvegina Fjallabak nyrðra og syðra, Lakagíga og Sprengisandsleið upp að Nýjadal.  Jón Ingólfsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík, sagði að ekki væri komið að því að huga að opnun hálendisvega á Norðausturlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert