Gripið verði til aðgerða vegna þess að lækir í Landbroti og Meðallandi eru að þorna upp

Vorveiði í Grenlæk
Vorveiði í Grenlæk Ljósmynd/Friðrik Guðmundsson

Veiðifé­lagið Unu­bót ehf., sem er leigutaki Eld­vatns, hvet­ur op­in­bera aðila til sam­ræmdra aðgerða til að koma í veg fyr­ir stór­kost­legt um­hverf­is­slys, sem sé fyr­ir­sjá­an­legt ef ekki verði gripið til viðeig­andi ráðstaf­ana nú þegar vegna þess að læk­ir í Land­broti og Meðallandi séu að þorna upp.

Bréfið skrif­ar Sig­urður Hann­es­son fyr­ir hönd Unu­bót­ar og er það sent til viðkom­andi ráðuneyta, Orku­stofn­un­ar, Land­græðslunn­ar, Vega­gerðar­inn­ar, Veiðimála­stofn­un­ar, Skaft­ár­hrepps og þing­manna.

Seg­ir í bréf­inu að sú staða sem sé kom­in upp hafi ekki aðeins áhrif á líf­ríki vatn­anna held­ur allt líf­ríki svæðis­ins. Op­in­ber­ir aðilar sem að mál­inu komi þekki lausn­ina og þeim beri skylda til að aðhaf­ast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert