Gripið verði til aðgerða vegna þess að lækir í Landbroti og Meðallandi eru að þorna upp

Vorveiði í Grenlæk
Vorveiði í Grenlæk Ljósmynd/Friðrik Guðmundsson

Veiðifélagið Unubót ehf., sem er leigutaki Eldvatns, hvetur opinbera aðila til samræmdra aðgerða til að koma í veg fyrir stórkostlegt umhverfisslys, sem sé fyrirsjáanlegt ef ekki verði gripið til viðeigandi ráðstafana nú þegar vegna þess að lækir í Landbroti og Meðallandi séu að þorna upp.

Bréfið skrifar Sigurður Hannesson fyrir hönd Unubótar og er það sent til viðkomandi ráðuneyta, Orkustofnunar, Landgræðslunnar, Vegagerðarinnar, Veiðimálastofnunar, Skaftárhrepps og þingmanna.

Segir í bréfinu að sú staða sem sé komin upp hafi ekki aðeins áhrif á lífríki vatnanna heldur allt lífríki svæðisins. Opinberir aðilar sem að málinu komi þekki lausnina og þeim beri skylda til að aðhafast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert