Kynfrjáls í öruggu umhverfi

Guðmunda segir grunnskólakerfið allt af vilja gert, en margir skólar …
Guðmunda segir grunnskólakerfið allt af vilja gert, en margir skólar séu ekki í stakk búnir til að styðja við bak ungs fólks sem finnur sig ekki innan marka hefðbundinna kynjaskilgreininga. Jakob Fannar Sigurðsson

Dag­ana 3.-10. júlí næst­kom­andi verða haldn­ar Kyn­frjáls­ar sum­ar­búðir að Reykj­um í Hrútaf­irði. Sum­ar­búðirn­ar eru ætlaðar ungu fólki á aldr­in­um 15-30 ára, sem skil­greina sig sem trans, in­ter­sex, eða kynseg­in, eða finna sig ein­fald­lega ekki inn­an hefðbund­inna kynj­aramma.

Meðal þátt­tak­enda verða ung­menni frá Finn­landi, Írlandi, Norður-Írlandi og Slóven­íu.

Dag­skrá sum­ar­búðanna er enn í mót­un en stefnt er að því að bjóða upp á ýmsa fræðslu, t.d. um kyn og kyn­vit­und, og vinnu­stof­ur í lík­ams­virðingu, svo dæmi séu tek­in.

„Dag­skrá­in er ekki end­an­leg af því að við vilj­um að leiðbein­end­ur og þátt­tak­end­ur skapi hana sam­an,“ seg­ir Guðmunda Smári Veig­ars­dótt­ir, eitt skipu­leggj­enda sum­ar­búðanna, en að þeim stend­ur hóp­ur fólks úr ýms­um sam­tök­um, s.s. ungliðahreyf­ingu Sam­tak­anna '78, Trans Ísland og In­ter­sex Ísland.

Guðmunda hef­ur sjálft ákveðið að skil­greina hvorki kyn sitt né kyn­hneigð, og not­ar hvorukyns­for­nafnið hén þegar hén tal­ar um sjálft sig. „Ég hafna bara kynja­kerf­inu, en það er bara ég og ég passa það til dæm­is með trans­stráka og trans­stelp­ur að það á ekki að rugla þau hvernig ég skil­greini mig. Þó ég sé stund­um að hræra í hausn­um á fólki; hvað kyn er og hver mörk­in eru, þá á maður ekki að mis­kynja tran­sein­stak­linga,“ seg­ir Guðmunda.

Hén seg­ir sum­ar­búðirn­ar hins veg­ar kjörið tæki­færi fyr­ir þá sem eru að stíga fyrstu skref­in til að kynn­ast öðrum í sömu spor­um og vera þeir sjálf­ir í ör­uggu um­hverfi.

„Marg­ir af þátt­tak­end­um sem eru að sækja um búa úti á landi og hafa ekki tæki­færi á að vera í hinseg­in menn­ing­unni í Reykja­vík,“ seg­ir Guðmunda. „Það er ungt fólk að koma til okk­ar sem hef­ur aldrei notað rétt nafn. Þau koma í sum­ar­búðirn­ar og eru að nota rétt nafn í fyrsta skipti, og það er ekk­ert mál; all­ir nota bara það nafn sem þú vilt nota.“

Verk­efnið er styrkt af Era­smus+ en hóp­ur­inn sem skipu­legg­ur sum­ar­búðirn­ar leit­ar einnig annarra styrkt­araðila til að geta veitt öll­um sem vilja tæki­færi á að taka þátt. Þátt­töku­gjaldið er 12.000 krón­ur, en ef áhuga­sam­ir sjá sér ekki fært að standa straum af þátt­töku þá eru þeir hvatt­ir til að setja sig í sam­band við skipu­leggj­end­ur í gegn­um skrán­ing­arsíðuna, sem hafa svo sam­band í full­um trúnaði.

Guðmunda seg­ist von­ast til að þeir sem sækja sum­ar­búðirn­ar fari þaðan ör­ugg­ari í eig­in lík­ama og með viðbót við tengslanetið.

Hér er að finna skrán­ing­arsíðu Kyn­frjálsra sum­ar­búða. Skrán­ing stend­ur yfir til miðnætt­is.

Guðmunda Smári Veigarsdóttir.
Guðmunda Smári Veig­ars­dótt­ir. Ljós­mynd/​Mynd úr einka­safni
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert