Íslenskur vinnumarkaður tekur ekki árlega við hundruðum nýrra lögfræðinga og þótt fólk sé komið með háskólagráðu er ekki á vísan að róa fyrir það um vinnu eins og menntun þess býður.
Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, í Morgunblaðinu í dag.
Í vikunni verður haldin ráðstefna á vegum bandalagsins sem ber yfirskriftina Lífið eftir háskólanám. Aðstæður þess unga fólks á Íslandi sem aflað hefur sér háskólamenntunar þykja um margt óvenjulegar og krefjandi, bæði með tilliti til starfs og að koma sér þaki yfir höfuðið. Því segir Þórunn að endurmeta þurfi mál heildstætt. Stjórnvöld verði að skapa nýja atvinnustefnu.