Veiðigjöld ekki sanngjörn

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegsráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegsráðherra.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra tel­ur ekki sann­gjarnt að taka sér­stakt gjald af sjáv­ar­út­veg­in­um um­fram aðrar at­vinnu­grein­ar sem nýta auðlind­ir lands­ins með ein­hverj­um hætti. Þau séu í raun auka­skatt­ur á hluta lands­byggðar­inn­ar. Best sé að nýta skatt­kerfið til að inn­heimta arð af auðlind­um og setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hátt.

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi velti Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, því upp hvort að op­in­ber útboð á fisk­veiðiheim­ild­um væru skil­virk­asta leiðin til að skila arði af auðlind­inni til þjóðar­inn­ar. Sá hátt­ur væri þegar hafður á varðandi út­blást­urs­heim­ild­ir og út­hlut­un fjar­skiptatíðna.

Hug­mynd­ir væru uppi í Fær­eyj­um um að taka upp þessa aðferð. Spurði hún Gunn­ar Braga Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, hvort hann hefði kynnt sér þess­ar hug­mynd­ir og hvort hann teldi það ekki rétt­læt­is­mál að stærri hluti arðsins af fisk­veiðiauðlind­inni rynni í rík­is­sjóðs en nú er.

Reikni út af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar

Gunn­ar Bragi sagðist sjálf­ur hafa litið svo á að veiðigjaldið væri auka­skatt­ur á ákveðna lands­hluta því það legðist þyngst á fyr­ir­tæki á lands­byggðinni. Þá teldi hann aðferðina sem notuð væri til að reikna út veiðigjaldið of flókna.

„Ég velti fyr­ir mér af hverju tök­um við út eina at­vinnu­grein sem er að nota auðlind­ir lands­ins? Hvers vegna reikn­um við ekki út ein­hvers kon­ar af­nota­gjald á aðrar at­vinnu­grein­ar líka sem eru að nýta auðlind­ir lands­ins hvort sem það er nú raf­orka eða þess vegna loft­bylgj­ur, vatn, ferðaþjón­ustu þess vegna?“ sagði ráðherr­ann sem var ekki sam­mála því að of lítið rynni í rík­is­sjóð af auðlinda­gjaldi.

Sagðist hann telja skyn­sam­legt að setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hatt og best væri að nota skatt­kerfið til þess að ná í gjöld af auðlind­un­um. Hann hefði ekki náð að setja sig inn í hug­mynd­ir Fær­ey­inga en hann hefði þó heyrt að þær væru um­deild­ar inn­an­lands.

„Mér finnst í sjálfu sér eng­in sann­girni í því að vera að taka sér­stakt gjald af einni at­vinnu­grein,“ sagði Gunn­ar Bragi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert