Fyrsta 5 stjörnu hótel landsins

Ásmundur Friðriksson þingmaður tekur mynd af hótelstjóranum, Steinþóri Jónssyni, og …
Ásmundur Friðriksson þingmaður tekur mynd af hótelstjóranum, Steinþóri Jónssyni, og bæjarstjóranum, Kjartani Má Kjartanssyni í Perlu svítunni Aðsend mynd

Í gær opnaði fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, Diamond Suites en það er staðsett á efstu hæð Hótels Keflavíkur.  Steinþór Jónsson, eigandi og hótelstjóri Hótels Keflavíkur er eigandi Diamond Suites en hann stofnaði hótelið á sínum tíma ásamt foreldrum sínum.

Í fréttatilkynningu segir að Diamond Suites sé svokallað lúxus boutique hótel með fimm svítum, fundaraðstöðu, hágæða veitingastað og 700 fermetra líkamsræktarstöð.

Diamond Suites býður upp á lúxus svítur eingöngu. Þær eru 30 til 280 fermetrar á stærð, en á neðri hæðum hótelsins má finna junior svítur og fleiri gistirými sem tengjast þessari heildarhugmynd ef um stærri hópa er að ræða.

„Þegar kemur að lúxus og þægindum þá hefur hvergi verið til sparað,“ segir í fréttatilkynningu. „Öll húsgögn, tæki og efniviður hafa verið sérinnflutt og valin eftir hæstu stöðlum. Hvert rými er sérhannað, og ekkert herbergi eins. Hvert herbergi býður uppá stöðluð þægindi eins og nuddbaðkör frá Duravit, hágæða sturtuhausa með LED lýsingu, iMac borðtölvu, Bang Olufsen sjónvörp og hljómflutningskerfi.“

Þar segir jafnframt að bókanir hafi gengið mjög vel og framar öllum vonum. Er haft eftir Steinþóri í tilkynningunni sem segir að á að á þessum tímamótum þá taki þjónustulundin við af framkvæmdargleðinni því í endann sé það þjónustan og upplifunin sem skipti öllu máli.

Hótelstjórahjónin Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir
Hótelstjórahjónin Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir Aðsend mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka