4,4 stiga skjálfti í Bárðarbunguöskju

Skjálftinn varð kl. 7.11 í morgun.
Skjálftinn varð kl. 7.11 í morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Klukk­an 7.11 í morg­un mæld­ist 4,4 stiga skjálfti í norðaust­an­verðri brún Bárðarbungu­öskj­unn­ar. Er þetta stærsti skjálfti sem mælst hef­ur frá gos­lok­um í fe­brú­ar 2015, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands.

Um 20 eft­ir­skjálft­ar komu í kjöl­far skjálft­ans, einn þeirra var af stærð 3,3. Það dró veru­lega úr skjálfta­virkni eft­ir kl. 07:45,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Veður­stofa fylg­ist grannt með þróun mála og mun upp­lýsa um frek­ari virkni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert