Bensín ekki dýrara síðan í september

Lítrinn af 95 okt. bensíni hefur ekki verið dýrari síðan í september á síðasta ári, en hann er nú kominn yfir 200 krónur hjá flestum olíufélögum hérlendis.

Magnús Ásgeirsson hjá N1 segir skógareldana í Kanada hafa haft áhrif á heimsmarkaðsverð til hækkunar og einnig geti órói í Venesúela hafa haft sín áhrif.

Í umfjöllun um bensínverðið í Morgunblaðinu í dag segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB,  verðhækkanir nú vera vegna þróunar á heimsmarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert