Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Konan var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin. Konan fékk aðeins tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun.
Sinnti hún ýmsum störfum á hótelinu og var við vinnu nánast á hverjum degi í fimm mánuði en á þeim tíma fékk hún alls 295.000 krónur í laun eða um 59.000 krónur á mánuði.
Lögregla vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar tvö nánari upplýsingar um rannsókn málsins en konan er enn hér á landi. Hún starfar þó ekki lengur á umræddu hóteli.