Mikil ásókn í laxveiðileyfi

Frá laxveiði í Norðurá.
Frá laxveiði í Norðurá. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Nánast uppselt er í laxveiðiárnar í sumar en veiðileyfissala hefur verið með eindæmum góð. Veiðileyfissalar eru sammála um að salan fyrir sumarið sé mjög góð og selst hafi upp í margar ár fyrr en áður.

Mikil laxveiði var í fyrra en salan eftir gott veiðisumar fer yfirleitt snemma af stað og er góð. Aukning er í sölu veiðileyfa til útlendinga, mest Breta, en þeir eru rúmlega helmingur þeirra sem ætla að veiða hér í sumar.

Svo virðist samt að íslenskir veiðimenn séu aðeins að sækja í sig veðrið eftir hrun en þeir kaupi frekar veiðileyfi utan háannatíma t.d á haustin þegar þau hafa lækkað í verði, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka