Vélin komin heim frá Boston

Boing 767 þota Icelandair
Boing 767 þota Icelandair mbl.is/Árni Sæberg

„Vélin er komin til landsins og er raunar komin í starfsemi aftur,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair um vél félagsins sem var snúið aftur til Boston eftir flugtak hennar á mánudaginn eftir að ekki tókst að taka upp öll hjólin eftir flugtak.

Sjá frétt mbl.is: Föst í Boston frá því á mánudag

„Hún flaug í gærkvöldi til Íslands. Þetta var í sjálfu sér ekki stórvægileg bilun en það tók tíma að komast að því hvað var að eins og hefur áður komið fram,“ segir Guðjón.

„En um leið og það tókst þá var þetta tiltölulega einföld viðgerð. Og hún er sem sagt komin til landsins og flýgur til New York á eftir.“

Sjá frétt mbl.is: Allir farþegarnir komnir heim

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert