62,2% horfðu á Gretu Salóme

Greta Salóme flytur lagið „Hear Them Calling“ í Eurovision-keppninni í …
Greta Salóme flytur lagið „Hear Them Calling“ í Eurovision-keppninni í Stokkhólmi. AFP

Gallup hefur birt tölur yfir áhorf á Eurovision-söngvakeppnina í Ríkissjónvarpinu. Þær leiða í ljós að mesta áhorfið var þriðjudagskvöldið 11. maí þegar Ísland keppti í undankeppninni og Greta Salóme Stefánsdóttir steig á svið ásamt fríðu föruneyti með lagið „Hear them calling“.

Það kvöld var áhorfið 62,2%. Svokallað uppsafnað áhorf var 78%, en þar er átt við hlutfall þeirra sem horfðu í a.m.k. 5 mínútur samfleytt á dagskrárliðinn.

Þar sem Ísland komst ekki í úrslitin minnkaði áhugi landans talsvert fyrir keppninni. Áhorf á úrslitakvöldið, laugardaginn 14. maí, var 55,5% og uppsafnað áhorf var 73,3%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert