Grafir frá frumkristni á Munkaþverá

Prufuskurður tekinn á Þingeyrum. Þar var klaustur frá 1112 og …
Prufuskurður tekinn á Þingeyrum. Þar var klaustur frá 1112 og fram að siðaskiptum. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Aldursgreiningar á sýnum úr prufuskurðum við forna klausturstaði hér á landi staðfesta að þau eru frá tímabili klaustranna frá því á 12. öld og fram að siðaskiptum.

Við Munkaþverárklaustur í Eyjafirði hefur fundist forn kirkjugarður, áður óþekktur, með beinum sem eru frá upphafi kristni á Íslandi á 11. öld. Á staðnum hafa einnig fundist brunaleifar sem aldursgreindar hafa verið til þess tíma þegar klaustrið brann 1429. Þykir því líklegt að staðsetning þess sé fundin.

„Við erum mjög ánægð með árangur rannsóknarinnar fram að þessu og spennt fyrir því sem á eftir að koma í ljós í sumar,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor og fornleifafræðingur við Þjóðminjasafnið, í samtali um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Steinunn stýrir rannsókninni sem miðar að því að skrá minjar klaustranna sem rekin voru á Íslandi á kaþólskum tíma. Þau voru níu, sjö fyrir munka og tvö fyrir nunnur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert