Konan starfaði á Hótel Adam

Hótel Adam við Skólavörðustíg.
Hótel Adam við Skólavörðustíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Er­lend kona sem á að hafa verið haldið nauðugri í starfi á hót­eli hér á landi starfaði á Hót­el Adam á Skóla­vörðustíg. Þetta kem­ur fram í kvöld­frétt­um Stöðvar tvö, en lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu rann­sak­ar nú málið. Í frétt Stöðvar tvö seg­ir að fleiri starfs­menn hót­els­ins hafi leitað til lög­reglu vegna gruns um að vera fórn­ar­lömb man­sals.

Sagt var frá því í gær að kon­an hefði aðeins verið með tæp­ar 60.000 krón­ur í laun á mánuði og lát­in deila her­bergi með yf­ir­manni sín­um.

Starf­semi Hót­el Adam vakti at­hygli fyrr á ár­inu þegar greint var frá mynd­um og orðsend­ing­um til gesta hót­els­ins þar sem þeir voru varaðir við því að drekka úr kran­an­um á hót­el­inu. Gest­un­um var frek­ar bent á að drekka vatn úr merkt­um flösk­um á hót­el­inu sem seld­ar voru á 400 krón­ur. Síðar kom í ljós að vatnið í flösk­un­um hefði verið krana­vatn.

Í síðasta mánuði komst Neyt­enda­stofa að þeirri niður­stöðu að rekstr­araðilar hót­els­ins hefðu gerst brot­leg­ir við lög um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu þegar vatnið var boðið til sölu und­ir þeim for­merkj­um að krana­vatnið væri í ólagi. Sagði Þór­unn Anna Árna­dótt­ir, sviðsstjóri neyt­enda­rétt­ar­sviðs hjá Neyt­enda­stofu, að rekstr­araðila hefði ekki tek­ist að sanna að vatnið væri í ólagi og var því talið að um vill­andi viðskipta­hætti og blekk­ing­ar væri að ræða.

Þá inn­siglaði lög­regla ell­efu her­bergi á hót­el­inu í fe­brú­ar þar sem eig­and­inn hafði ekki orðið sér úti um til­skil­in leyfi.

Vatnsflöskurnar sem gestir voru hvattir til þess að drekka úr
Vatns­flösk­urn­ar sem gest­ir voru hvatt­ir til þess að drekka úr
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka