Umhverfisstofnun fær heimild til að sekta einstaklinga um allt að tíu milljónir kr. og lögaðila um allt að 25 milljónir kr. verði frumvarp um meðhöndlun úrgangs að lögum.
Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Lárus Ólafsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, að til standi að fela Umhverfisstofnun umrædda heimild.
Hann segir það vera óeðlilegt að fela ríkisstofnun svona lögregluvald eða dómsvald.