Fræða ætti börn um ólík fjölskylduform

Katrín Bjarney skilaði lokaverkefninu sínu á dögunum.
Katrín Bjarney skilaði lokaverkefninu sínu á dögunum.

Mik­il­vægt er að starfs­menn leik­skóla fái viðeig­andi fræðslu til þess að jafnt sé komið fram við alla óháð fjöl­skyldu­formi. Þá ætti öll­um starfs­mönn­um leik­skóla að vera skylt að fræða börn um ólík fjöl­skyldu­form, hvort sem börn sam­kyn­hneigðra eru á leik­skól­an­um eður ei. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar Katrín­ar Bjarn­eyj­ar Hauks­dótt­ur í loka­verk­efni henn­ar til BA-prófs í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræði.

Tek­in voru fjög­ur viðtöl við fjög­ur sam­kyn­hneigð pör með eitt eða fleiri börn, en tvö af pör­un­um voru karl­kyns og tvö kven­kyns. Í viðtal­inu var rætt um viðhorf þeirra til leik­skóla, stofn­ana­bund­inna for­dóma og gagn­kyn­hneigðar­hyggju (heterosex­isma), ásamt því að því var velt upp hvaða fræðslu börn­in þeirra fá á leik­skól­an­um um ólík fjöl­skyldu­form. Þau þemu sem komu í ljós voru; fá­fræði en góðar mót­tök­ur, for­dóm­ar og erfiðar spurn­ing­ar, fræðsla og vænt­ing­ar.

Flissuðu þegar hún sagðist eiga kær­ustu

Áhugi Katrín­ar á þessu um­fjöll­un­ar­efni kviknaði út frá starfi henn­ar á leik­skóla sum­arið 2015, þar sem eng­in fræðsla var fyr­ir börn­in um ólík fjöl­skyldu­form. „Börn­in áttu það til að spyrja mig hvort ég ætti mann og hvað hann væri nú að gera í líf­inu. Svona var for­vitn­in mik­il og ekki annað hægt en að hafa gam­an að því. Nema það að ég gat ekki svarað þeim öðru en því að ég ætti ekki mann, held­ur ætti ég kær­ustu. Þau tóku mis­vel í þá staðreynd, flissuðu og vildu fá að vita meira. Ég átti nokkr­ar sam­veru­stund­ir með börn­un­um það sum­arið þar sem við rædd­um að fjöl­skyld­ur geti verið ólík­ar. Út frá þessu fór ég að velta því fyr­ir mér hvernig það væri fyr­ir sam­kyn­hneigða for­eldra að mæta með barn á leik­skóla þar sem eng­in fræðsla væri til staðar, hvorki hjá börn­um né starfs­mönn­um,“ seg­ir hún.

„Ég velti fyr­ir mér hvaða veru­leiki myndi mæta mér og mín­um maka í leik­skól­um lands­ins í nán­ustu framtíð og út frá þess­um hug­leiðing­um ákvað ég að gera verk­efni á þessu sviði“.

Mikið um fá­fræði og þekk­ing­ar­leysi í garð sam­kyn­hneigðar

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna að leik­skól­ar eru komn­ir mis­langt með að móta stefnu og fram­fylgja henni, þegar kem­ur að fjöl­menn­ingu og ólík­um fjöl­skyldu­form­um. „Áhuga­vert er að sjá að viðmæl­end­ur í rann­sókn­inni telja sig hafa upp­lifað litla sem enga for­dóma, hvorki frá sam­fé­lag­inu né leik­skól­um barna sinna. Hins veg­ar telja þeir að mikið sé um fá­fræði og al­mennt þekk­ing­ar­leysi í garð sam­kyn­hneigðar,“ seg­ir Katrín.

Í rann­sókn­inni kem­ur fram að leik­skól­ar þurfi að end­ur­skoða stefnu sína gagn­vart fræðslu um ólík fjöl­skyldu­form, en fræðslan er yf­ir­leitt ekki til staðar nema fjöl­breyti­leik­inn ríki nú þegar. „Sjá má að þeir viðmæl­end­ur sem hafa barn sitt á leik­skóla þar sem fjöl­menn­ing og fjöl­breyti­leiki rík­ir telja lít­il sem eng­in vanda­mál vera til staðar. Það lít­ur út fyr­ir það að leik­skól­ar hefj­ist ekki handa við að ein­blína á opna umræðu um sam­kyn­hneigð fyrr en þeir mæta henni.“

Leik­skól­inn þurfti ábend­ingu til að laga hlut­ina

Einn viðmæl­and­inn, sem kölluð er Sandra í rit­gerðinni, sagðist stans­laust upp­lifa sig sem brautryðjanda í leik­skóla og grunn­skóla barna sinna og að því miður vær­um við sem sam­fé­lag ekki kom­in lengra en það. Hún og kona henn­ar, sem kölluð er Guðbjörg í rit­gerðinni, lentu þó í meira basli á leik­skóla með eldra barn sitt, sem nú er í gunn­skóla. Segja þær það hafa verið lít­il at­vik sem höfðu safn­ast upp á löng­um tíma sem urðu til þess að þær fengu nóg. Þær segja að þær hafi upp­lifað sig eins og þær væru ekki nógu fær­ar sem mæður. Jafn­framt að bók um mis­mun­andi fjöl­skyldu­form hafi loks­ins verið tek­in fyr­ir eft­ir að þær kvörtuðu og þá les­in fyr­ir öll börn­in. Einnig upp­lifðu þær eins og það væri kvartað meira und­an þeirra barni en öðrum, þeim fannst eins og það væri verið að reyna að finna eitt­hvað gegn þeim. Þær segja að leik­skól­inn hafi þurft á ábend­ing­unni að halda til þess að laga hlut­ina og að eft­ir það hafi allt gengið vel, sem sagt á loka­ár­inu hjá drengn­um.

Annað par, sem kallað er Guðrún og Linda í rit­gerðinni, voru á sama máli með það að starfs­menn leik­skóla væru hrein­lega ekki bún­ir und­ir að taka á móti sam­kyn­hneigðum for­eldr­um þar sem sam­kyn­hneigðir for­eldr­ar væru í minni­hluta. „Ég held bara að fólk, þú veist, þeir sem eru gagn­kyn­hneigðir og allt í kring­um þá er gagn­kyn­hneigt, þeir eru ekk­ert að spá í að vera til­bún­ir fyr­ir sam­kyn­hneigt par, þú veist fyrr en það ger­ist, þá reyna menn eitt­hvað að redda hlut­un­um,“ sagði Linda.

Ein­fald­ara þegar fjöl­breyti­leik­inn er til staðar

Viðmæl­end­ur voru all­ir sam­mála um mik­il­vægi fræðslu um ólík fjöl­skyldu­form á leik­skól­um. Þeir voru hins veg­ar með mis­jafn­ar skoðanir á því hvernig fræðslunni ætti að vera háttað og að hún þyrfti að vera mis­jöfn eft­ir aldri barn­anna. Það sama ætti við um hinseg­in fræðslu. Viðmæl­end­ur voru mis­jafn­lega meðvitaðir um hvaða fræðsla væri nú þegar til staðar á leik­skól­an­um. Tvö pör voru viss um að þetta væri al­veg rætt í mat­ar­tím­um og sam­veru­stund­um. Þau pör sem töldu umræðuna vera til staðar höfðu upp­lif­un af leik­skól­um þar sem fjöl­breyti­leik­inn lif­ir nú þegar.

Hjá pari sem kallað er Andri og Björn voru til dæm­is fleiri sam­kyn­hneigðir for­eldr­ar með börn á leik­skól­an­um og hjá Guðrúnu og Lindu var mik­il fjöl­menn­ing. Þær sögðu gang­kyn­hneigða for­eldra sem eru með barn og ekki frá­skild­ir vera í minni­hluta á þeirra leik­skóla, að það væri meira um blönduð börn og ein­stæða for­eldra. Hjá þess­um pör­um er fjöl­breyti­leik­inn nú þegar til staðar og leik­skól­inn hef­ur því ekki átt í vand­ræðum með að taka á móti þeim.

Allt markaðssett „gagn­kyn­hneigt“ í sam­fé­lag­inu

Þrátt fyr­ir þetta segj­ast for­eldr­arn­ir hafa fengið góðar mót­tök­ur og viðmót á leik­skól­um barna sinna. Þau hafi ekki fundið fyr­ir bein­um for­dóm­um, en þó töluðu sum­ir um for­dóma frá sam­fé­lag­inu. Guðbjörg og Sandra segj­ast hafa upp­lifað for­dóma frá sam­fé­lag­inu út frá staðal­mynd­um, önn­ur þeirra á að líta út fyr­ir að vera kven­legri en hin og að hún eigi því að ganga með börn­in. Ásamt því að sú sem lít­ur út fyr­ir að vera karl­mann­legri eigi að bora á heim­il­inu. Þær leiðrétta þetta góðfús­lega og segja Söndru gera öll slík verk en Guðbjörg gekk með bæði börn­in. 

Þá tal­ar maður, sem kallaður er Guðjón, um hvað allt sé markaðssett „gagn­kyn­hneigt“ í sam­fé­lag­inu og hve lítið sé um teikni­mynd­ir og mynd­ir al­mennt sem sýni að fjöl­skyldu­form þeirra og sam­kyn­hneigð sé eðli­leg, hann seg­ir: „Það eru ein­mitt eng­ar vænt­ing­ar til okk­ar, það bend­ir allt til þess að við eig­um bara að vera gagn­kyn­hneigð, með tvö börn og [fjöl­skyldu­bíl], þá kem­ur þetta allt aft­ur að fræðslu, börn­in sjá þetta ekki og þurfa að fá að vita af þessu.“

Katrín segir mikilvægt að börn fái fræðslu um mismunandi fjölskylduform.
Katrín seg­ir mik­il­vægt að börn fái fræðslu um mis­mun­andi fjöl­skyldu­form. mbl.is/​Styrm­ir Kári
Katrín fór að velta fyrir sér hvaða veruleiki myndi mæta …
Katrín fór að velta fyr­ir sér hvaða veru­leiki myndi mæta sér og kær­ustu sinni í leik­skól­um lands­ins í nán­ustu framtíð og út frá þeim hug­leiðing­um ákvað hún að gera verk­efni á þessu sviði.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert