Keypti landa réttindalaus

löggumyndir löggan lögreglan lögreglubíll
löggumyndir löggan lögreglan lögreglubíll Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni bifreiðar og ætluðum landasala rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ökumaðurinn var að kaupa landa af manni sem stóð við brún gangstéttar við Seljabraut í Breiðholti. Til að bæta gráu ofan á svart reyndist ökumaðurinn aldrei hafa öðlast ökuréttindi.

Fyrr um kvöldið hafði lögreglan stoppað bifreið við Lyngháls en ökumaður hennar notaði ekki öryggisbelti. Ökumaðurinn er grunaður um fíkniefnaakstur og vörslu fíkniefna, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Á Vesturlandsvegi var önnur bifreið stöðvuð klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt stöðvaði lögregla svo ökumann í Norðlingaholti. Hann er grunaður um ölvunarakstur og að aka sviptur ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert