Benedikt formaður Viðreisnar

Benedikt Jóhannesson var kjörinn formaður á stofnfundinum í Hörpu í …
Benedikt Jóhannesson var kjörinn formaður á stofnfundinum í Hörpu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Stofn­fund­ur stjórn­mála­flokks­ins Viðreisn­ar var hald­inn í dag og var Bene­dikt Jó­hann­es­son stærðfræðing­ur kjör­inn formaður flokks­ins. Formaður og stjórn flokks­ins munu sitja fram að aðal­fundi í haust. Þá voru einnig samþykkt grunn­stefnumið.

Fund­ur­inn fór fram í Hörpu og mættu um 400 manns, eft­ir því sem kem­ur fram í til­kynn­ingu frá flokkn­um. Í stjórn voru kjör­in þau Ásdís Rafn­ar lög­fræðing­ur, Bjarni Hall­dór Jan­us­son há­skóla­nemi, Daði Már Kristó­fers­son hag­fræðing­ur, Geir Finns­son markaðsstjóri, Georg Brynj­ars­son hag­fræðing­ur, Hulda Herjólfs­dótt­ir Skog­land alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, Jenny Guðrún Jóns­dótt­ir kenn­ari, Jón Stein­dór Valdi­mars­son lög­fræðing­ur, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, Jór­unn Frí­manns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Katrín Kristjana Hjarta­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur, Sig­ur­jón Arn­órs­son viðskipta­fræðing­ur, Vil­mund­ur Jóseps­son, fyrr­ver­andi formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Þór­unn Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar HSS.

Grunn­stefna Viðreisn­ar var samþykkt á fund­in­um. Seg­ir í til­kynn­ingu að grunn­stefna flokks­ins sé að byggja upp sam­fé­lag þar sem ein­stak­ling­ar vilji og geti nýtt hæfi­leika sína til fulls. Mik­il­vægt sé að tryggja stöðug­leika í efna­hags­mál­um og gæta þess að traust ríki í stjórn­mál­um og í garð stofn­ana rík­is­ins. Efla beri mál­efna­lega umræðu og góða stjórn­ar­hætti með áherslu á gegn­sæi og gott siðferði. 

Önnur áherslu­atriði sem samþykkt voru eru:

  • Al­manna­hags­mun­ir gangi fram­ar sér­hags­mun­um. All­ir ein­stak­ling­ar, heim­ili og fyr­ir­tæki skulu njóta jafn­ræðis.
  • Nátt­úru­auðlind­ir lands­ins eru sam­eign þjóðar­inn­ar. Þær ber að nýta skyn­sam­lega og greiða markaðsverð fyr­ir af­not. Óskert nátt­úra er verðmæt auðlind.
  • Fé­lags­legt rétt­læti, sem byggt er á sam­hug og ábyrgð, trygg­ir jafn­an rétt til mennt­un­ar og vel­ferðarþjón­ustu.
  • Vest­ræn sam­vinna eyk­ur ör­yggi og hag­sæld þjóðar­inn­ar og er for­senda sterkr­ar sam­keppn­is­hæfni Íslands.
  • Jafn­rétti stuðlar að auk­inni vel­meg­un og trygg­ir ein­stak­ling­um frelsi til að full­nýta hæfi­leika sína og krafta.
  • Neyt­end­ur eiga rétt á að búa við um­hverfi þar sem hags­mun­ir þeirra eru í fyr­ir­rúmi.
  • Þrótt­mikið menn­ing­ar­líf er sér­hverri þjóð mik­il­vægt og það ber að styðja og efla.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka