Íslenskt fyrirtæki, Iceland Resources, hefur óskað eftir leyfi til leitar og rannsóknar á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og í nágrenni við Tröllaskaga.
Orkustofnun hefur fyrir hönd fyrirtækisins óskað eftir umsögn byggðaráðs Skagafjarðar vegna málsins, en einungis verður leitað að gulli.
Leyfið á Norðurlandi er hluti af stærra verkefni, en áður hefur fyrirtækið óskað umsagna vegna leitar í Vopnafirði, í Hveragerði og á Reykjanesi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.